Af hverju voru ekki notaðar þyrlur til að slökkva eldinn í Notre Dame? Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:36 Slökkviliðsmenn slökkva eldinn með vatnsslöngum í Notre Dame í gær. Getty/Michel Stoupak Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti. Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Aldrei kom til greina að berjast við eldinn í Notre Dame-dómkirkjunni úr lofti, að sögn viðbragðsaðila og sérfræðinga í öryggismálum. Heitt, þunnt loft og ótti við að dómkirkjan félli saman var á meðal þess sem tekið var með í reikninginn. Bandaríkjaforseti var einn þeirra sem lagði til að notast yrði við flugvélar til að slökkva eldinn.Sjá einnig: Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Bruninn í Notre Dame vakti strax heimsathygli þegar eldurinn kviknaði síðdegis í gær. Slökkt var í síðustu glæðunum um klukkan átta í morgun að íslenskum tíma en Kristján Stefánsson, sendiherra Íslands í París, segir Parísarbúa slegna vegna brunans. Þá hafi hann orðið var við það að einhverjum hefði fundist viðbragðsaðilar ekki ganga nógu langt við slökkvistarfið. „Maður hefur séð einhverja fullyrða um það að þarna væri allavega mikill eldsmatur, í þakinu sérstaklega. Þeir virtust vera með áætlun um hvernig ætti að bregðast við, þeir vildu ekki sleppa vatni úr þyrlum til dæmis, og beindu vatninu að kirkjunni úr slöngum sem mörgum fannst ekki ná nógu langt,“ sagði Kristján í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun.Forsetinn lagði til tankflugvélar Á meðal þeirra sem lögðu til að slökkviliðsmenn notuðu þyrlur eða flugvélar til að slökkva eldinn í kirkjunni var Donald Trump Bandaríkjaforseti.So horrible to watch the massive fire at Notre Dame Cathedral in Paris. Perhaps flying water tankers could be used to put it out. Must act quickly!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 15, 2019 „Kannski væri hægt að nota tankflugvélar með vatni til að slökkva hann [eldinn]. Það verður að bregðast hratt við!“ skrifaði Trump í tísti sem hann birti vegna eldsvoðans. Slíkt hefði þó aldrei verið raunhæfur möguleiki, að mati Glenn Corbett, prófessors í eldvísindum við John Jay-háskólann í New York. Haft er eftir Corbett í frétt bandarísku fréttastofunnar CNN að ekki fyndist flugmaður sem byggi yfir færni til að sleppa vatni úr flugvél, nákvæmlega á kirkjuna, á hröðu flugi yfir henni. Þá hefði ekki heldur verið hægt að nota þyrlur vegna hitans sem lagði frá eldinum. „Þetta verkar sem skorsteinn, þú getur ekki flogið þyrlu í heitu lofti. Loftið er svo þunnt.“Kirkjan hefði getað fallið saman Í tilkynningu frá frönsku öryggissveitunum, Sécurité Civile, segir að slökkviliðsmenn hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að ráða niðurlögum eldsins. Þannig hafi þeir beitt öllum tiltækum ráðum – en ekki hafi þó verið hægt að vinna slökkvistarf úr lofti. „[…] sem, ef notað, hefði getað leitt til þess að kirkjubyggingin félli saman í heild sinni,“ segir í yfirýsingu öryggissveitanna á Twitter.Hundreds of firemen of the Paris Fire Brigade are doing everything they can to bring the terrible #NotreDame fire under control. All means are being used, except for water-bombing aircrafts which, if used, could lead to the collapse of the entire structure of the cathedral.— Sécurité Civile Fr (@SecCivileFrance) April 15, 2019 Eric Kennedy, prófessor í öryggisfræðum við Háskólann í York, útskýrði einnig aðgerðir slökkviliðsins, og þá ákvörðun að berjast ekki við eldinn úr lofti, á Twitter-reikningi sínum í gær. Hann sagði til dæmis að tankflugvélarnar sem Trump lagði til væru nánast ófáanlegar. Þá beri flugvélar og þyrlur árangur þegar barist er við kjarr- eða skógarelda en komi ekki að sérstaklega góðum notum þegar byggingar brenna.So, you might be asking: Why /not/ use planes or helicopters to fight the fire at Notre Dame? Let's talk about it! (1/n) https://t.co/EIST8QXdjN— Eric Kennedy (@ericbkennedy) April 15, 2019 Ekki liggur enn fyrir hvernig eldurinn í Notre Dame kviknaði en talið er líklegt að hann tengist umfangsmiklum framkvæmdum sem stóðu yfir í turninum. Rannsókn á eldsupptökum er hafin en gert er ráð fyrir að því að um slys hafi verið að ræða. Þá tókst að bjarga ýmsum ómetanlegum menningarverðmætum og listaverkum úr kirkjunni, þar á meðal þyrnikórónu sem Jesús Kristur er sagður hafa borið þegar hann var krossfestur og kyrtli sem Loðvík helgi átti.
Bruninn í Notre-Dame Donald Trump Frakkland Tengdar fréttir Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18 Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36 Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Fyrstu ljósmyndir innan úr Notre Dame eftir eldsvoðann Slökkviliðsmenn hafa náð að ráða niðurlögum eldsins en þurfa nú að meta umfang skaðans. 16. apríl 2019 08:18
Sendiherra Íslands: „Mjög hryggur að sjá Notre Dame loga“ Sendiherra Íslands í Frakklandi og utanríkisráðherra segjast báðir sorgmæddir vegna stórbrunans í París. 15. apríl 2019 20:36
Auðjöfrar heita hundruð milljónum evra til viðgerða Fjölskylda franska auðjöfursins Bernard Arnault ætlar að veita 200 milljónum evra til viðgerða á Notre Dame dómkirkjunni í París. Áður hafði auðjöfurinn Francois Henri Pinault heitið hundrað milljónum evra til viðgerðanna. 16. apríl 2019 07:38