Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Samúel Karl Ólason skrifar 16. apríl 2019 12:41 Meðlimur vígahóps sem styður starfsstjórnina í Trípólí. AP/Mohamed Ben Khalifa Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er. Líbía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Líbía er hársbreidd frá því að verða fyrir annarri borgarastyrjöld. Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni.Frá því Moammar Gadhafi, var velt úr sessi árið 2011 og uppreisnarmenn komu höndum yfir gríðarlegt vopnabúr hans hefur gífurlegt magn vopna flætt inn í landið, þrátt fyrir sölubann Sameinuðu þjóðanna. Arabaríki hafa sent hópum sem þau styðja vopn og það hafa Vesturveldin gert sömuleiðis, með því markmiði að fá fylkingar til að herja á hryðjuverkahópa og draga úr flæði farand- og flóttafólks til Evrópu. Vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa Haftar hófu sókn gegn Trípólí, höfuðborg landsins, fyrr í mánuðinum. Þar eru nú samankomnir meðlimir fjölda fylkinga, sem hafa barist sín á milli í gegnum tíðina, og verjast þeir saman gegn sveitum Haftar. Samkvæmt AP segja andstæðingar Haftar að hann vilji verða einræðisherra Líbíu og er einn helsti herforingi eftirlýstur af Alþjóðlega sakamáladómstólnum vegna stríðsglæpa. Haftar var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann stjórnar stórum hluta landsins í austri og hefur yfirráð yfir mikilli olíuvinnslu Líbíu. Flokkur hans kallast Libyan National Army (LNA) og samanstendur að mestu úr fyrrverandi hermönum Gadhafi og íhaldssömum íslamistum sem kallast Salafists. Þeir búa yfir herþotum, herþyrlum og drónum sem þeir fengu frá Egyptalandi. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir stuðningi við starfsstjórn sem sett var á laggirnar í Trípólí árið 2016. Starfsstjórn þessi treystir á náðir vígahópa sem sérfræðingar lýsa sem glæpahópum sem séu að ræna Líbíu innan frá. Minnst hundrað og fimmtíu manns hafa fallið í átökunum, enn sem komið er.
Líbía Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira