Margradda óánægjukór andstæðinga orkupakkans Heimir Már Pétursson skrifar 16. apríl 2019 13:15 Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann. Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir ólíkar raddir á bak við gagnrýnina á þriðja orkupakkann gera umræðuna um hann erfiða. Annars vegar sé um að ræða efnislega gagnrýni en hins vegar séu raddir sem ekki séu sáttar við stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Þeir sem safnast hafa saman undir slagorðinu „Orkan okkar" og berjast gegn samþykkt Alþingis á þriðja orkupakka Evrópusambandsins spara margir ekki stóru orðin þannig að þeir sem hætta sér fram völlinn til að styðja innleiðinguna telja sér jafnvel ógnað. Þórlindur Kjartansson er einn þeirra en í viðtali við Fréttablaðið segir hann vandann að áhyggjur margra vegna orkupakkans stafi að stórum hluta af rangfærslum og ýkjum sem ekki séu settar fram í heiðarlegum tilgangi, heldur til að sá efasemdarfræjum og tortryggni. Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir umræðuna um málið erfiða þar sem ólík sjónarmið og raddir séu í hópi þeirra sem berjist á móti orkupakkanum. Þarna séu raddir sem færi fram eðlilegar athugasemdir um málið. „Og beita fullum rökum í sínum málflutningi eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. En síðan eru þarna líka raddir til viðbótar við þær sem virðast einkum og sér í lagi horfa til málsins sem einhvers konar táknmyndar eða birtingarmyndar um stöðu Íslands í umheiminum og gagnvart Evrópusamvinnunni,“ segir Eiríkur. Síðarnefndi hópurinn setji gagnrýni sína fram að mestu án þess að vísa til efnisatriða þriðja orkupakkans. „Herskáustu aðilarnir í þessum hópi hafa í raun í sínum málflutningi, ef maður tekur bara mið af málflutningi þeirra í þessu máli; þeirra athugasemdir eru miklu frekar við EES samninginn sem slíkan. Áhrif hans á fullveldið og svo framvegis. Fremur en að málflutningur þeirra snúist mjög mikið um lagabálkinn um orkumál,“ segir Eiríkur. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið sé hins vegar málamiðlun sem brúi ólík sjónarmið þeirra sem vilji að Íslendingar standi að mestu fyrir utan Evrópusamrunan og hinna sem vilji helst að Ísland gangi í Evrópusambandið. Miðað við þróun stjórnmála annars staðar í Evrópu megi auðveldlega sjá fyrir sér að umræðan fari að snúast um aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir því hingað til að segja samningnum upp. „Það blasir við að það eru margir sem vilja beita málinu. Koma því á einhvern þann stað að það minni okkur á þær umræður sem orðið hafa í kringum Brexit og aðra slíka hópa í Evrópu í samtíma okkar. Sem eru einmitt að efast um þessa tilhögun sem við höfum sett upp. En undirliggjandi eru auðvitað algerir grundvallarhagsmunir allra Íslendinga,“ segir Eiríkur Bergmann.
Orkumál Utanríkismál Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32 Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00 Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Fyrsti rafmagnsvörubíll landsins er í Vík í Mýrdal „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Guðlaugur svarar frétt Eyjunnar: „Dylgjur sem bera vitni um málefnafátækt“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, hefur svarað frétt Eyjunnar um hagsmunamál Guðlaugs og eiginkonu hans, Ágústu Johnson, í tengslum við þriðja orkupakkann umtalaða. 15. apríl 2019 20:32
Ógnandi umræða um þriðja orkupakkann Pistlahöfundur sem styður þriðja orkupakkann segir umræðuna ógnandi og ofstopafulla. Var kallaður landráðamaður á launum. Vill að forsvarsmenn Orkunnar okkar axli ábyrgð. Talsmaður segir miklar tilfinningar í málinu. 16. apríl 2019 07:00
Vilja þriðja orkupakkann í þjóðaratkvæði Þriðji orkupakkinn á að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu að mati talsmanns hópsins Orkan okkar. Hópurinn er farinn að birta auglýsingar gegn orkupakkanum og safnar undirskriftum til að færa þingi og forseta. 15. apríl 2019 20:00