Sýslumaður heldur eftir sóknargjöldum Zuism Kjartan Kjartansson skrifar 16. apríl 2019 21:00 Ágúst Arnar Ágústsson sagðist hættur sem forstöðumaður Zuism í febrúar. Nú segist hann ætla að sitja áfram á meðan málið vegna sóknargjaldanna er rekið. Vísir Trúfélagið Zuism segist hafa stefnt íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir frá upphafi árs. Fulltrúi sýslumannsembættisins segir að vafi leiki á því að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Forstöðumaður Zuism sem hafði boðað afsögn sína ætlar að sitja áfram á meðan málið er rekið. Í tilkynningu sem Zuism sendi Vísi í dag kom fram að félagið hefði stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda sem nema tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Í stefnunni er fullyrt að gjöldunum hafi verið haldið eftir án lagaheimildar og án rökstuðnings. Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, staðfestir að embættið hafi haldið eftir sóknargjöldum á þessu ári í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að embættið telji vafa leika á því að Zuism uppfylli lagaskilyrði í nokkuð víðtækum skilningi. Róbert Róbertsson, almannatengill, sendi Vísi einnig afrit af kvörtun Zuism vegna starfa Halldórs Þormars til dómsmálaráðuneytisins. Í um tíu blaðsíðna langri kvörtun, sem Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, skrifar undir, er fulltrúi sýslumanns sakaður um að vera vanhæfur til að koma að málefnum trúfélagsins. Hann er einnig borinn þungum sökum í tengslum við deilur um yfirráð í félaginu sem hófust árið 2015. Krefst félagið þess að fulltrúanum verði vikið úr starfi eða hann áminntur. Dómsmálaráðuneyti, sem þá hét innanríkisráðuneytið, samþykkti umsókn Zuism um skráningu sem trúfélag í janúar árið 2013. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum var þá hjá ráðuneytinu en færðist síðar til sýslumanns.Vísir/Vilhelm Ætlar að sitja áfram á meðan málið er rekið Ágúst Arnar Ágústsson hefur verið forstöðumaður Zuism undanfarin ár. Í byrjun febrúar sendi hann frá sér tilkynningu um að hann ætlaði að láta af forstöðumannsstöðunni og að ný stjórn félagsins, sem hafi verið kosin á aðalfundi í september, réði staðgengil hans. Ekki hefur komið fram hver skipar nýju stjórnina. Tilkynningin barst eftir að Vísir hafði sent Ágústi Arnari og Zuism fyrirspurn um fjármál félagsins, meðal annars um tæplega átta milljón króna tap sem varð á rekstri félagsins árið 2017 samkvæmt ársskýrslu sem það skilaði sýslumanni. Trúfélögum ber skylda til að tilkynna um breytingar á stöðu forstöðumanns og stjórn til sýslumanns. Halldór Þormar staðfestir við Vísi að engin tilkynning hafi borist frá Zuism um breytingarnar sem Ágúst Arnar tilkynnti um í febrúar. Ágúst Arnar baðst undan viðtali við Vísi í gegnum Róbert, almannatengil félagsins. Hann ætli að halda áfram að gegna stöðu forstöðumanns Zuism þar til málið vegna sóknargjaldanna verður til lykta leitt. Þar sé gert í samstarfi við nýja stjórn félagsins sem hann eigi jafnframt sæti í. Einar Ágústsson var skráður í stjórn Zuism að minnsta kosti svo seint sem í árslok 2017. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Telja engan rökstuðning eða lagaheimildir að baki Í stefnunni sem Zuism sendi Vísi kemur fram að greiðsla sóknargjalda hafi ekki borist frá Fjársýslu ríkisins 15. febrúar, ellefu dögum eftir að Ágúst Arnar tilkynnti um að hann ætlaði að láta af forstöðumennsku. Félagið hafi ekki verið upplýst um greiðslufallið. Fjársýslan hafi vísað til þess að sýslumaður hefði óskað eftir því að greiðslan yrði stöðvuð vegna óvissu um hver færi með forstöðu eða stjórn Zuism. Fjórum dögum síðar hafi sýslumaður óskað eftir upplýsingum um starfsemi Zuism. Því erindi segja zúistar að lögmaður félagsins hafi svarað 8. mars og óskað upplýsinga og leiðbeininga um lagaheimildir þess að sóknargjöldunum var haldið eftir. Sýslumaður hafi ekki svarað því erindi. Greiðslur hafi einnig fallið niður um miðjan mars og apríl. Sýslumaður hafi gefið þau svör að ekki væri hægt að greiða út sóknargjöldin á meðan upplýsinga hefði verið óskað um starfsemi Zuism. Stefnan byggir á því að sýslumaður og fjársýslan hafi tekið ákvörðun um að halda eftir gjöldunum án rökstuðnings og án þess að gefa félaginu kost á mótmælum. Ákvörðunin hafi verið tekin án lagaheimilda Sýslumaður hafi ekki upplýst félagið um stöðu mála. Fornminjar frá samfélagi Súmera. Forsvarsmenn Zuism halda því fram að félag þeirra byggist á átrúnaði á forna guði þeirra.Vísir/Getty Blés út eftir loforð um endurgreiðslur Margt hefur leikið á huldu um starfsemi Zuism undanfarin ár. Síðustu mánuði hefur Vísir ítrekað óskað upplýsinga frá Ágústi Arnari og félaginu um starfsemi þess og fjárreiður en með engum árangri. Í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 var fullyrt að það hefði haldið 36 „reglulegar samkomur“ á árinu. Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 og varð um tíma eitt stærsta trúfélag landsins eftir loforð um endurgreiðslur sóknargjalda til félagsmanna. Félagið hefur því þegið um 85 milljónir króna í formi sóknargjalda frá ríkinu frá 2016 til 2018. Ágúst Arnar var einn upphaflegra stofnenda félagsins ásamt bróður sínum Einari. Þeir hafa saman verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar hlaut þungan fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra. Hann og maki hans voru enn skráðir í stjórn Zuism síðast þegar vitað var. Vísir hefur ekki fundið heimildir um starfsemi Zuism undanfarna mánuði og þá virðist félagið húsnæðislaust. Það er enn skráð í fyrirtækjaskrá til lögheimilis í Nethyl í Reykjavík þrátt fyrir að félagið hafi aldrei haft starfsemi þar. Í stefnunni vegna sóknargjaldanna nú er félagið enn sagt til heimilis þar. Aldrei voru fleiri en fjórir skráðir í Zuism fyrstu árin eftir að það fékk skráningu sem trúfélag, langt undir viðmiðum til að félagið fengi skráninguna samþykkta á sínum tíma. Þegar félagið hafði ekki skilað ársskýrslum eins og því bar hugðist sýslumannsembættið afskrá Zuism. Áður var auglýst eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism, og gerði tilkall til yfirráða í félaginu. Fyrir þeim hópi vakti að nota félagið til að mótmæla lagaumhverfi trúfélaga og sóknargjaldakerfinu. Forsvarsmaður hópsins var í kjölfarið viðurkenndur sem forstöðumaður Zuism. Hópurinn setti fram loforð um að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin og flyktust þá á fjórða þúsund manns í félagið. Ágúst Arnar gerði þá aftur tilkall til stjórnar félagsins. Fjársýslan hélt eftir sóknargjöldum til Zuism um tíma á meðan skorið var úr um yfirráð í því. Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur sem réttmætur forstöðumaður greiddi ríkið félaginu út sóknargjöldin. Hann tók upp loforð hópsins um endurgreiðslur og Vísir hefur heimildir fyrir því að einhverjir félagsmenn Zuism hafi fengið greitt frá félaginu. Ágúst Arnar hefur þó aldrei viljað upplýsa hversu margir félagar hafi fengið endurgreitt og hversu umfangsmiklar þær greiðslur séu. Zuism rekur nú mál gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi þar sem það krefst dráttarvaxta vegna sóknargjaldanna sem ríkið hélt eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Lögmaður þess reynir nú einnig að fá að gera skaðabótakröfu sem áður hefur verið vísað frá dómi hluta af því máli. Stefna Zuism vegna sóknargjaldanna nú er því þriðja málið sem félagið rekur gegn íslenska ríkinu. Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Trúfélagið Zuism segist hafa stefnt íslenska ríkinu vegna sóknargjalda sem sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir frá upphafi árs. Fulltrúi sýslumannsembættisins segir að vafi leiki á því að félagið uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Forstöðumaður Zuism sem hafði boðað afsögn sína ætlar að sitja áfram á meðan málið er rekið. Í tilkynningu sem Zuism sendi Vísi í dag kom fram að félagið hefði stefnt íslenska ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda sem nema tæpum fjórum og hálfri milljón króna. Í stefnunni er fullyrt að gjöldunum hafi verið haldið eftir án lagaheimildar og án rökstuðnings. Halldór Þormar Halldórsson, fulltrúi sýslumannsins á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, staðfestir að embættið hafi haldið eftir sóknargjöldum á þessu ári í samtali við Vísi. Hann vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að embættið telji vafa leika á því að Zuism uppfylli lagaskilyrði í nokkuð víðtækum skilningi. Róbert Róbertsson, almannatengill, sendi Vísi einnig afrit af kvörtun Zuism vegna starfa Halldórs Þormars til dómsmálaráðuneytisins. Í um tíu blaðsíðna langri kvörtun, sem Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, skrifar undir, er fulltrúi sýslumanns sakaður um að vera vanhæfur til að koma að málefnum trúfélagsins. Hann er einnig borinn þungum sökum í tengslum við deilur um yfirráð í félaginu sem hófust árið 2015. Krefst félagið þess að fulltrúanum verði vikið úr starfi eða hann áminntur. Dómsmálaráðuneyti, sem þá hét innanríkisráðuneytið, samþykkti umsókn Zuism um skráningu sem trúfélag í janúar árið 2013. Eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum var þá hjá ráðuneytinu en færðist síðar til sýslumanns.Vísir/Vilhelm Ætlar að sitja áfram á meðan málið er rekið Ágúst Arnar Ágústsson hefur verið forstöðumaður Zuism undanfarin ár. Í byrjun febrúar sendi hann frá sér tilkynningu um að hann ætlaði að láta af forstöðumannsstöðunni og að ný stjórn félagsins, sem hafi verið kosin á aðalfundi í september, réði staðgengil hans. Ekki hefur komið fram hver skipar nýju stjórnina. Tilkynningin barst eftir að Vísir hafði sent Ágústi Arnari og Zuism fyrirspurn um fjármál félagsins, meðal annars um tæplega átta milljón króna tap sem varð á rekstri félagsins árið 2017 samkvæmt ársskýrslu sem það skilaði sýslumanni. Trúfélögum ber skylda til að tilkynna um breytingar á stöðu forstöðumanns og stjórn til sýslumanns. Halldór Þormar staðfestir við Vísi að engin tilkynning hafi borist frá Zuism um breytingarnar sem Ágúst Arnar tilkynnti um í febrúar. Ágúst Arnar baðst undan viðtali við Vísi í gegnum Róbert, almannatengil félagsins. Hann ætli að halda áfram að gegna stöðu forstöðumanns Zuism þar til málið vegna sóknargjaldanna verður til lykta leitt. Þar sé gert í samstarfi við nýja stjórn félagsins sem hann eigi jafnframt sæti í. Einar Ágústsson var skráður í stjórn Zuism að minnsta kosti svo seint sem í árslok 2017. Hann hlaut þriggja ára og níu mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra.Skjáskot Telja engan rökstuðning eða lagaheimildir að baki Í stefnunni sem Zuism sendi Vísi kemur fram að greiðsla sóknargjalda hafi ekki borist frá Fjársýslu ríkisins 15. febrúar, ellefu dögum eftir að Ágúst Arnar tilkynnti um að hann ætlaði að láta af forstöðumennsku. Félagið hafi ekki verið upplýst um greiðslufallið. Fjársýslan hafi vísað til þess að sýslumaður hefði óskað eftir því að greiðslan yrði stöðvuð vegna óvissu um hver færi með forstöðu eða stjórn Zuism. Fjórum dögum síðar hafi sýslumaður óskað eftir upplýsingum um starfsemi Zuism. Því erindi segja zúistar að lögmaður félagsins hafi svarað 8. mars og óskað upplýsinga og leiðbeininga um lagaheimildir þess að sóknargjöldunum var haldið eftir. Sýslumaður hafi ekki svarað því erindi. Greiðslur hafi einnig fallið niður um miðjan mars og apríl. Sýslumaður hafi gefið þau svör að ekki væri hægt að greiða út sóknargjöldin á meðan upplýsinga hefði verið óskað um starfsemi Zuism. Stefnan byggir á því að sýslumaður og fjársýslan hafi tekið ákvörðun um að halda eftir gjöldunum án rökstuðnings og án þess að gefa félaginu kost á mótmælum. Ákvörðunin hafi verið tekin án lagaheimilda Sýslumaður hafi ekki upplýst félagið um stöðu mála. Fornminjar frá samfélagi Súmera. Forsvarsmenn Zuism halda því fram að félag þeirra byggist á átrúnaði á forna guði þeirra.Vísir/Getty Blés út eftir loforð um endurgreiðslur Margt hefur leikið á huldu um starfsemi Zuism undanfarin ár. Síðustu mánuði hefur Vísir ítrekað óskað upplýsinga frá Ágústi Arnari og félaginu um starfsemi þess og fjárreiður en með engum árangri. Í ársskýrslu Zuism fyrir árið 2017 var fullyrt að það hefði haldið 36 „reglulegar samkomur“ á árinu. Zuism hlaut skráningu sem trúfélag árið 2013 og varð um tíma eitt stærsta trúfélag landsins eftir loforð um endurgreiðslur sóknargjalda til félagsmanna. Félagið hefur því þegið um 85 milljónir króna í formi sóknargjalda frá ríkinu frá 2016 til 2018. Ágúst Arnar var einn upphaflegra stofnenda félagsins ásamt bróður sínum Einari. Þeir hafa saman verið nefndir Kickstarter-bræður í fjölmiðlum vegna umdeildra safnana á bandarísku hópfjármögnunarsíðunni. Einar hlaut þungan fangelsisdóm fyrir fjársvik í fyrra. Hann og maki hans voru enn skráðir í stjórn Zuism síðast þegar vitað var. Vísir hefur ekki fundið heimildir um starfsemi Zuism undanfarna mánuði og þá virðist félagið húsnæðislaust. Það er enn skráð í fyrirtækjaskrá til lögheimilis í Nethyl í Reykjavík þrátt fyrir að félagið hafi aldrei haft starfsemi þar. Í stefnunni vegna sóknargjaldanna nú er félagið enn sagt til heimilis þar. Aldrei voru fleiri en fjórir skráðir í Zuism fyrstu árin eftir að það fékk skráningu sem trúfélag, langt undir viðmiðum til að félagið fengi skráninguna samþykkta á sínum tíma. Þegar félagið hafði ekki skilað ársskýrslum eins og því bar hugðist sýslumannsembættið afskrá Zuism. Áður var auglýst eftir aðstandendum félagsins í Lögbirtingarblaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks, ótengdur upphaflegum stofnendum Zuism, og gerði tilkall til yfirráða í félaginu. Fyrir þeim hópi vakti að nota félagið til að mótmæla lagaumhverfi trúfélaga og sóknargjaldakerfinu. Forsvarsmaður hópsins var í kjölfarið viðurkenndur sem forstöðumaður Zuism. Hópurinn setti fram loforð um að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöldin og flyktust þá á fjórða þúsund manns í félagið. Ágúst Arnar gerði þá aftur tilkall til stjórnar félagsins. Fjársýslan hélt eftir sóknargjöldum til Zuism um tíma á meðan skorið var úr um yfirráð í því. Eftir að Ágúst Arnar var viðurkenndur sem réttmætur forstöðumaður greiddi ríkið félaginu út sóknargjöldin. Hann tók upp loforð hópsins um endurgreiðslur og Vísir hefur heimildir fyrir því að einhverjir félagsmenn Zuism hafi fengið greitt frá félaginu. Ágúst Arnar hefur þó aldrei viljað upplýsa hversu margir félagar hafi fengið endurgreitt og hversu umfangsmiklar þær greiðslur séu. Zuism rekur nú mál gegn íslenska ríkinu í héraðsdómi þar sem það krefst dráttarvaxta vegna sóknargjaldanna sem ríkið hélt eftir á meðan deilt var um yfirráð í félaginu. Lögmaður þess reynir nú einnig að fá að gera skaðabótakröfu sem áður hefur verið vísað frá dómi hluta af því máli. Stefna Zuism vegna sóknargjaldanna nú er því þriðja málið sem félagið rekur gegn íslenska ríkinu.
Trúmál Zuism Tengdar fréttir Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30 Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00 Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47 Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Fleiri fréttir Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Sjá meira
Zúistum snarfækkaði eftir að þeir fengu skráningu sem trúfélag Ráðuneytið hafnaði umsókn zúista um skráningu trúfélags í tvígang áður en fallist var á hana. Rúmlega 20 manns voru sagðir í félaginu í umsókninni en þeir voru aldrei fleiri en þrír til fjórir eftir að félagið var skráð sem trúfélag. 12. febrúar 2019 09:30
Zúistar töpuðu tæpum átta milljónum árið 2017 Trúfélagið Zuism var með hátt í 36 milljónir króna í útgjöld sem það flokkaði sem óvenjulega liði árið 2017. Félagið hefur fengið tuga milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. 4. febrúar 2019 14:00
Forstöðumaður Zuism stígur til hliðar Þetta kemur fram í tilkynningu frá Zúistum. 4. febrúar 2019 11:47
Zúistar fá tugi milljóna frá ríkinu en finnast hvergi Að óbreyttu fær trúfélagið Zuism rúmar 20 milljónir króna frá ríkinu í formi sóknargjalda á næsta ári. Félagið virðist húsnæðislaust, með takmarkaða starfsemi og ekki næst í forsvarsmenn þess. 16. nóvember 2018 09:15