Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 17. apríl 2019 07:00 Erlendir sjóðir minnka við sig í Símanum. Fréttablaðið/Vilhelm Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Erlendir fjárfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunarsjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjárfestirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrirtækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Global Macro Portfolio nú með 8,4 prósenta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Wellington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrrnefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfestarnir hafa minnkað við sig í fjarskiptafyrirtækinu hefur eignarhlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núverandi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Lífeyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Mest lesið „Svo kemur pabbi í heimsókn þegar þarf að vinna einhver flókin verkefni“ Atvinnulíf Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira