United ætlar að taka hart á rasisma gegn Young á Twitter Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:00 Ashley Young bætist í hóp þeirra leikmanna sem hafa orðið fyrir kynþáttaníði í vetur vísir/getty Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Ashley Young varð fyrir kynþáttaníði á Twitter eftir tap Manchester United og Barcelona í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld. Manchester United ætlar að bregðast hart við málinu á meðan Kick It Out samtökin spurðu Twitter hvenær samfélagsmiðlaforritið ætlaði að taka á kynþáttaníði. Young bar fyrirliðabandið í liði Manchester United sem tapaði 3-0 fyrir Barcelona á Spáni í gærkvöld og féll þar með úr Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið eftir samanlagt 4-0 tap í einvíginu. Eftir leikinn tók fólk til Twitter til þess að tjá sínar skoðanir eins og gerist en á meðal þeirra voru nokkrir, að því virtust stuðningsmenn Manchester United, sem gerðu sig seka um kynþáttaníð í garð leikmannsins. Manchester United ætlar að bregðast eins hart við og félagið getur, eftir því sem fram kemur í frétt BBC, og hefur félagið hafist handa við að komast að því hverjir það voru sem níddust á Young. Bresku samtökin Kick It Out, sem hafa það að takmarki að berjast gegn mismunun og hafa beitt sér sérstaklega í baráttunni gegn kynþáttaníði, beindu spjótum sínum að Twitter. „Enn einn svarti leikmaðurinn, að þessu sinni Ashley Young, þurfti að þola kynþáttaníð á samfélagsmiðlum. Við spyrjum Twitter aftur að því sama og við höfum gert áður, hvenær ætlið þið að taka alvarlega á þeirri svakalegu mismunun sem á sér stað á ykkar miðli?“ sagði í tilkynningu frá samtökunum. BBC leitaðist eftir viðbrögðum frá Twitter og sagði talsmaður miðilsins að hann gæti ekki tjáð sig um einstök mál en reglur forritsins bönnuðu alla þá hegðun sem er ógnandi eða niðrandi og það sé tekið á þeim tilfellum sem brjóta þær reglur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30 Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00 Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Sjá meira
Settir í bann hjá Chelsea eftir að hafa sungið um Mo Salah Liverpool hefur þakkað Chelsea fyrir hversu fljótt þeir brugðust við myndbandi sem var á flakki um samfélagsmiðla í gærkvöldi. Þar reyndu stuðningsmenn félagsins að koma höggi á stjörnu Liverpool liðsins með því að nota kynþáttaníð. 12. apríl 2019 08:30
Rose: Get ekki beðið eftir að hætta í fótbolta Danny Rose, varnarmaður Tottenham, er gjörsamlega kominn með upp í kok af kynþáttaníði á knattspyrnuvöllum. Svo mikið að hann telur niður dagana þar til hann hættir í boltanum. 5. apríl 2019 08:00
Klopp og Guardiola tilbúnir að ganga af velli vegna rasisma Stjórar toppliða ensku úrvaldsdeildarinnar segjast tilbúnir til þess að stoppa leiki og láta lið sín ganga af velli ef þeir verða varir við kynþáttaníð. 30. mars 2019 11:00