Þrír nýir skrifstofustjórar í félagsmálaráðuneytinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. apríl 2019 14:09 Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað þrjá nýja skrifstofustjóra sem taka munu til starfa í ráðuneytinu á næstu vikum. Þetta eru þær Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir. Skipað er í embætti skrifstofustjóra til fimm ára í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Erna Kristín verður skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála, Gunnhildur verður yfir skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála og Bjarnheiður yfir skrifstofu vinnumarkaðar og endurhæfingar. Á vef ráðuneytisins segir svo frá hinum nýju skrifstofustjórum: „Erna Kristín Blöndal nýr skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála tekur við embætti 1. maí næstkomandi. Hún er með BA- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og stundar doktorsnám í lögfræði á sviði mannréttindamála við sama skóla. Erna Kristín hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu og stjórnunarstörfum. Hún starfaði sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu (nú dómsmálaráðuneytinu) frá 2009 - 2016. Frá 2014 var hún sérfræðingur þverpólitískrar þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga og framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga frá 2016-2018. Síðastliðið ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu og leitt vinnu sem lýtur að endurskoðun barnaverndarlaga og innleiðingu á snemmtækri íhlutun. Gunnhildur Gunnarsdóttir nýr skrifstofustjóri húsnæðis- og lífeyrismála tekur við embætti 1. júní næstkomandi. Hún er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 1995. Gunnhildur hefur mikla reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi ásamt víðtækri þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Hún gegndi stjórnarstörfum hjá Íbúðalánasjóði á árum 1999 – 2016 og var lengst af framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Gunnhildur hefur að undanförnu gengt starfi lögfræðings hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Bjarnheiður Gautadóttir hefur frá janúar 2019 verið staðgengill setts skrifstofustjóra á skrifstofu lífskjara og vinnumála og verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar frá febrúar 2019. Hún verður formlega sett í embætti 1. maí næstkomandi. Bjarnheiður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði vinnumarkaðsmála í félagsmálaráðuneytinu (áður velferðarráðuneytið/félags- og tryggingamálaráðuneytið) frá 2006. Bjarnheiður hefur meðal annars haft umsjón með innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu og leitt nefndir og vinnuhópa í tengslum við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í samvinnu við hagsmunaaðila. Eins tekið þátt í starfi norrænnar nefndar á sviði vinnuréttar.“ Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, hefur skipað þrjá nýja skrifstofustjóra sem taka munu til starfa í ráðuneytinu á næstu vikum. Þetta eru þær Erna Kristín Blöndal, Gunnhildur Gunnarsdóttir og Bjarnheiður Gautadóttir. Skipað er í embætti skrifstofustjóra til fimm ára í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Erna Kristín verður skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála, Gunnhildur verður yfir skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála og Bjarnheiður yfir skrifstofu vinnumarkaðar og endurhæfingar. Á vef ráðuneytisins segir svo frá hinum nýju skrifstofustjórum: „Erna Kristín Blöndal nýr skrifstofustjóri barna- og fjölskyldumála tekur við embætti 1. maí næstkomandi. Hún er með BA- og meistaragráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands og stundar doktorsnám í lögfræði á sviði mannréttindamála við sama skóla. Erna Kristín hefur víðtæka reynslu af opinberri stjórnsýslu og stjórnunarstörfum. Hún starfaði sem lögfræðingur og verkefnastjóri hjá innanríkisráðuneytinu (nú dómsmálaráðuneytinu) frá 2009 - 2016. Frá 2014 var hún sérfræðingur þverpólitískrar þingmannanefndar um endurskoðun útlendingalaga og framkvæmdastjóri norrænnar stofnunar um fólksflutninga frá 2016-2018. Síðastliðið ár hefur hún starfað sem verkefnastjóri hjá félagsmálaráðuneytinu og leitt vinnu sem lýtur að endurskoðun barnaverndarlaga og innleiðingu á snemmtækri íhlutun. Gunnhildur Gunnarsdóttir nýr skrifstofustjóri húsnæðis- og lífeyrismála tekur við embætti 1. júní næstkomandi. Hún er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 1992 og hlaut réttindi til að starfa sem héraðsdómslögmaður árið 1995. Gunnhildur hefur mikla reynslu af stjórnun og starfsmannahaldi ásamt víðtækri þekkingu á sviði opinberrar stjórnsýslu. Hún gegndi stjórnarstörfum hjá Íbúðalánasjóði á árum 1999 – 2016 og var lengst af framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Gunnhildur hefur að undanförnu gengt starfi lögfræðings hjá Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu og barnaverndar. Bjarnheiður Gautadóttir hefur frá janúar 2019 verið staðgengill setts skrifstofustjóra á skrifstofu lífskjara og vinnumála og verið settur skrifstofustjóri á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar frá febrúar 2019. Hún verður formlega sett í embætti 1. maí næstkomandi. Bjarnheiður er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands frá árinu 2006. Hún hefur starfað sem sérfræðingur á sviði vinnumarkaðsmála í félagsmálaráðuneytinu (áður velferðarráðuneytið/félags- og tryggingamálaráðuneytið) frá 2006. Bjarnheiður hefur meðal annars haft umsjón með innleiðingu tilskipana frá Evrópusambandinu og leitt nefndir og vinnuhópa í tengslum við gerð lagafrumvarpa og reglugerða í samvinnu við hagsmunaaðila. Eins tekið þátt í starfi norrænnar nefndar á sviði vinnuréttar.“
Stjórnsýsla Vistaskipti Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Umhugað um málefni barna í borginni en framboð ekki á stefnuskránni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ Sjá meira