Gjörgæslan gæti tekið mun fleiri Ari Brynjólfsson og Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 18. apríl 2019 08:00 Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Fréttablaðið/Vilhelm Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Skortur á starfsfólki er ástæða fyrir plássleysi gjörgæsludeildar Landspítalans, segir deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Fresta þurfti tíu aðgerðum á spítalanum fyrstu þrjá mánuði ársins vegna plássleysisins. Greint var frá því í gær að á mánudaginn hefði aðgerð á sjö mánaða stúlku verið frestað og var foreldrum stúlkunnar tjáð að ástæðan væri plássleysi á gjörgæsludeild. Aðgerðinni var frestað til loka mánaðarins og hvatti starfsfólk foreldrana til að skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Faðir stúlkunnar, Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, sagði við Fréttablaðið að ekki væri við starfsfólk Landspítalans að sakast: „En að þurfa að fresta þessu [aðgerðinni] aftur vegna plássleysis á spítalanum, þetta er orðið mjög erfitt.“ „Málið snýst ekki um pláss í sjálfu sér, það eru rúm til staðar, þetta snýst um mönnun. Ég myndi telja að við gætum auðveldlega tekið níu sjúklinga til viðbótar á gjörgæsluna en við erum bara með opið fyrir sjö vegna mönnunar,“ segir Árni Már Haraldsson, deildarstjóri gjörgæslu við Hringbraut. Er þá aðallega um að ræða skort á hjúkrunarfræðingum. „Það er fyrst og fremst ástæðan fyrir því að það er ekki hægt að gera fleiri aðgerðir.“ Skortur á hjúkrunarfræðingum hefur víðtæk áhrif á starfsemi Landspítala. Þó svo að fresta hafi þurft aðgerðum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum á gjörgæslu, þá er birtingarmynd þessa vanda alvarlegust á bráðamóttöku. „Viðunandi mönnun hjúkrunarfræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lögbundnu hlutverki sínu,“ ítrekaði hjúkrunarráð Landspítala á dögunum.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45 Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Undirbúa Sóllilju fyrir aðgerð í þriðja skiptið Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð á Landspítalanum vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir stúlkunnar, segir ömurlegt að þurfa að undirbúa dóttur sína undir aðgerð í þriðja skiptið. 17. apríl 2019 06:45