Handbolti

GOG byrjaði á sigri

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson
Óðinn Þór Ríkharðsson mynd/GOG
Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar í GOG byrja úrslitakeppnina í dönsku úrvalsdeildinni vel en þeir unnu Árhús á útivelli í dag.

Óðinn náði ekki að setja mark sitt á leikinn, hann skoraði ekki mark en átti tvö skot í 28-26 sigri GOG. Lasse Kjær Möller var markahæstur með 7 mörk en hann þurfti 14 skot til þess.

Gestirnir í GOG tóku yfirhöndina í leiknum snemma og héldu henni framan af. Í hálfleik var staðan 11-18 fyrir GOG.

Heimamenn náðu áhlaupi í upphafi seinni hálfleiks og varð munurinn minnst tvö mörk. Þeir komust þó ekki nær og lauk leiknum með sigri GOG.

GOG er því komið með einn sigur í úrslitakeppninni en efstu átta liðin spila í tveggja fjögurra liða riðlum. GOG og Árhús eru í riðli með Bjerringbro-Silkeborg og Skanderborg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×