Ungir umhverfisaðgerðasinnar mótmæla við Heathrow flugvöll Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 19. apríl 2019 10:33 Einn vegatálmanna í miðbæ Lundúna. Getty/Leon Neal Ungir umhverfissinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og hlotið heitið „Extinction Rebellion,“ eða Útrýmingar uppreisnin. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Mótmælendurnir við Heathrow eru allir fæddir eftir 1990 og við komu þeirra á Heathrow drógu þau upp fána sem á stóð „Erum við síðasta kynslóðin?“ sem notaður var af mótmælendum til að stöðva umferð á stærsta hringtorginu sem liggur til og frá flugvellinum. Um 25 lögreglumenn voru kallaðir á staðinn en mótmælendum var hótað handtöku ef þeir færðu sig ekki upp á gangstétt. Fjórir þeirra neituðu að færa sig og stóðu áfram á veginum í meira en klukkutíma. Mótmælendur í Lundúnum halda enn vegatálmum á fjórum stöðum sem komið var upp í miðbæ Lundúna í vikunni þrátt fyrir að rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir og búast aðgerðasinnarnir við að fleiri mótmælendur bætist í hópinn um helgina. Talsmaður aðgerðasinnanna, Ronan McNern, telur að ný þáttaröð Davids Attenborough, Climate Change: The Facts, muni hjálpa málstað þeirra mikið. Í samtali við The Guardian sagði hann að mótmælin væru að setja umhverfismál í brennipunkt. Fólk væri að tala um umhverfismál og það væri það mikilvægasta af öllu. Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42 Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Ungir umhverfissinnar í Lundúnum hafa fært mótmælin sem geisað hafa á götum Lundúna til Heathrow flugvallar. Mótmælin hafa staðið yfir síðan á mánudag og hlotið heitið „Extinction Rebellion,“ eða Útrýmingar uppreisnin. Þetta kemur fram á vef The Guardian. Mótmælendurnir við Heathrow eru allir fæddir eftir 1990 og við komu þeirra á Heathrow drógu þau upp fána sem á stóð „Erum við síðasta kynslóðin?“ sem notaður var af mótmælendum til að stöðva umferð á stærsta hringtorginu sem liggur til og frá flugvellinum. Um 25 lögreglumenn voru kallaðir á staðinn en mótmælendum var hótað handtöku ef þeir færðu sig ekki upp á gangstétt. Fjórir þeirra neituðu að færa sig og stóðu áfram á veginum í meira en klukkutíma. Mótmælendur í Lundúnum halda enn vegatálmum á fjórum stöðum sem komið var upp í miðbæ Lundúna í vikunni þrátt fyrir að rúmlega 500 mótmælendur hafi verið handteknir og búast aðgerðasinnarnir við að fleiri mótmælendur bætist í hópinn um helgina. Talsmaður aðgerðasinnanna, Ronan McNern, telur að ný þáttaröð Davids Attenborough, Climate Change: The Facts, muni hjálpa málstað þeirra mikið. Í samtali við The Guardian sagði hann að mótmælin væru að setja umhverfismál í brennipunkt. Fólk væri að tala um umhverfismál og það væri það mikilvægasta af öllu.
Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42 Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Þúsundir Lundúnabúa taka þátt í „Umhverfis-uppreisn“ Þúsundir Lundúnabúa hafa lokað fyrir umferð að þekktum kennileitum borgarinnar til að hefja það sem kallað er ytra "umhverfis-uppreisn“ 15. apríl 2019 21:42
Tæplega þrjú hundruð manns handteknir á loftslagsmótmælum Mótmælendur hafa lokað götum í miðborg London og ætla að trufla almenningssamgöngur á morgun. 16. apríl 2019 22:26