Vígamennirnir tilheyra hóp sem vill að allir utanaðkomandi heilbrigðisstarfsmenn yfirgefi Kongó, samkvæmt Reuters fréttaveitunni. Faraldurinn breiðist nú út hraðar en hann hefur áður gert en útbreiðsla ebólu í Kongó var skilgreind sem faraldur í ágúst síðastliðnum.
Þar spila árásir vígamanna og annarra inn í en þó nokkrar slíkar árásir hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum og hefur það leitt til þess að hjálparstarfsmenn hafa flúið frá Kongó.
Háttsetti læknirinn sem lést hét Richard Mouzoko.
Talið er að um 843 hafi dáið vegna ebóluveirunnar í Kongó og að hundruð til viðbótar hafi smitast. Reuters segir vígamenn og aðra sem ráðist hafa gagn hjálparstarfsmönnum trúa því að um samsæri sé ræða og að ríkisstjórn landsins eða aðrar þjóðir standi að baki faraldursins.
Í röð tísta sem birt voru í kvöld segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður WHO, að stofnunin sé að skoða öryggisástandið í Kongó og ítrekaði hættuna sem steðjar að hjálparstarfsmönnum þar.
Today we lost one of our very own: Dr Richard Valery Mouzoko Kiboung, an epidemiologist deployed in the #Ebola response in #DRC, during a hospital attack in Butembo.
— Tedros Adhanom Ghebreyesus (@DrTedros) April 19, 2019
We grieve together with his family during this difficult time. pic.twitter.com/dJ52VL64Yn