Frumvarp fækkar í liði Flokks fólksins á þingi Sveinn Arnarsson skrifar 1. apríl 2019 06:15 "Eðlilegt að við gætum aðhalds,“ segir Ólafur Ísleifsson. Fréttablaðið/Ernir Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Ólafur Ísleifsson, nýr þingmaður Miðflokksins, hefur óskað eftir meðflutningsmönnum úr öðrum þingflokkum að máli sem hefur aðeins áhrif á hans gamla flokk, Flokk fólksins. Hann telur frumvarpinu hins vegar ekki vera beint gegn sínum gamla flokki. Frumvarpið sem Ólafur hyggst leggja fram er til þess ætlað að breyta lögum um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, eða réttara sagt um hámarksfjölda aðstoðarmanna.Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.„Breytingin snýr að því að starfsmenn þingflokka að meðtöldum aðstoðarmanni formanns stjórnmálaflokks skuli ekki vera fleiri en þingmenn þingflokks á hverjum tíma. Með því er verið að gæta að eðlilegu aðhaldi og sparnaði í meðferð opinbers fjár,“ segir í tölvupósti Fjólu Hrundar Björnsdóttur, framkvæmdastjóra þingflokks Miðflokksins, til þingmanna annarra flokka þar sem óskað er eftir meðflutningsmanni. Yrði þetta frumvarp að veruleika myndi það aðeins hafa áhrif á gamla þingflokk Ólafs, Flokks fólksins. Hann telur hins vegar að hér sé um eðlilegt þingmál að ræða til að gæta aðhalds í ríkisrekstrinum. „Má vera að á þessu þingi skuli það aðeins hafa áhrif á einn flokk, en ástæða þess að ég vil leggja þetta mál fram er sú að ég tel eðlilegt að við gætum aðhalds. Þessu frumvarpi er ekki beint gegn neinum og af engum tekið. Ég vil aðeins að við förum vel með opinbert fé,“ segir Ólafur. Augljóst hefur verið upp á síðkastið að andað hefur köldu á milli Flokks fólksins og fyrrverandi liðsmanna hans sem reknir voru úr flokknum eftir uppákomuna á Klaustri í lok nóvember. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir Ólaf auðvitað verða að eiga þetta við sjálfan sig. „Ég hef enga sérstaka skoðun á frumvörpum Ólafs Ísleifssonar og ef hann vill fara þessa leið þá gerir hann það bara,“ segir Inga. „Það sjá hins vegar allir hvað hér er um að vera.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Flokkur fólksins Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira