Ræður þessu Hörður Ægisson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun