Ræður þessu Hörður Ægisson skrifar 1. apríl 2019 08:00 Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Höggið af falli WOW air, sem kom fæstum á óvart sem hafa fylgst með dauðastríði félagsins undanfarna mánuði, verður umtalsvert á árinu. Þótt 25 önnur flugfélög muni fljúga til og frá landinu í sumar er ljóst að skarðið sem WOW skilur eftir sig – um 20 prósent af áætluðu heildarsætaframboði – verður aðeins að litlum hluta fyllt af öðrum félögum. Of skammur tími er fyrir þau til að gera breytingar á sumaráætlun sinni. Gjaldeyristekjur þjóðarbúsins munu dragast saman sem aftur setur þrýsting á gengið. Hóflegur hagvöxtur mun að líkindum breytast í samdrátt, raunverð fasteigna á eftir að lækka meira en ella og atvinnuleysi mun stóraukast. Við sáum forsmekkinn af því sem koma skal í lok síðustu viku þegar vel á þriðja þúsund manns var sagt upp störfum. Það jafngildir meira en einu prósenti allra sem eru á vinnumarkaði. Frekari uppsagnir ásamt gjaldþrotum fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, eru án efa óumflýjanleg. Það er hins vegar engin ástæða til að örvænta. Ísland er komið á kortið sem ferðaþjónustuland og það mun ekki breytast með brotthvarfi WOW air. Það sem meira máli skiptir er að undirstoðir þjóðarbúsins til að takast á við slíkt áfall, sem gjaldþrot kerfislega mikilvægs fyrirtækis hefur í för með sér, hafa aldrei verið sterkari. Ævintýralegur vöxtur WOW air, sem reyndist að lokum ekki grundvallast á sjálfbærum rekstrarforsendum, hefur átt sinn þátt í fordæmalausri kaupmáttaraukningu launafólks og eins þeim mikla og viðvarandi afgangi sem verið hefur á viðskiptum okkar við útlönd um langt skeið. Ávinningur landsmanna af þessum uppgangi er varanlegur og skilaði sér meðal annars í gjaldeyristekjum upp á mörg hundruð milljarða. Erlend staða þjóðarbúsins er því orðin ein sú besta í Evrópu og Seðlabankinn ræður yfir 700 milljarða gjaldeyrisforða sem hann getur beitt til að vinna gegn mögulegu gjaldeyrisútflæði. Þessi staða, ásamt þeirri staðreynd að skuldir fyrirtækja, heimila og ríkissjóðs eru afar lágar í sögulegu samhengi, gerir það að verkum að hagkerfið ætti að komast klakklaust í gegnum þær efnahagsþrengingar sem nú blasa við. Kjöraðstæður eru til að ná fram mjúkri lendingu og að óbreyttu ætti að vera hægt, sem er ekki í boði í mörgum okkar helstu viðskiptalöndum, að lækka vexti talsvert til að sporna við of djúpum samdrætti. Það yrði þá einsdæmi í hagsögunni. Fíllinn í herberginu, sem er ekki krónan eins og sumir halda fram hugsunarlaust, er vinnumarkaðurinn. Misráðin væntingastjórnun verkalýðshreyfingarinnar, sem framkallaði verkfallsaðgerðir gagnvart viðkvæmustu en í senn mikilvægustu atvinnugrein landsins, hefur valdið ómældum og tilgangslausum skaða. Eftir margra mánaða hatrammar deilur er nú hins vegar útlit fyrir að kjarasamningar séu að nást. Sá tónn sem heyrist frá sumum leiðtogum stéttarfélaganna gefur til kynna að þar séu menn farnir að nálgast einhvers konar jarðtengingu. Því ber að fagna enda þótt það sé síðra ef til þess þurfti gjaldþrot flugfélags. Verði samið um hóflegar launahækkanir munum við sjá vexti fara lækkandi. „Það er staðreynd að verkalýðshreyfingin ræður þessu,“ sagði Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabankans, í Silfri Egils í gær. Hann hefur auðvitað rétt fyrir sér. Valið er núna verkalýðshreyfingarinnar.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar