Segir sumarið geta orðið erfitt Birgir Olgeirsson skrifar 1. apríl 2019 21:08 Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista, fór yfir stöðuna í Reykjavík síðdegis í dag. Vísir/Vilhelm Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Íslensku flugfélögin tvö töpuðu hátt í þrjátíu milljörðum króna í fyrra á sama tíma og aldrei hafði verið ódýrara fyrir íslenska neytendur að fljúga yfir Atlantshafið. Ritstjóri ferðavefsins Túrista sagði í Reykjavík síðdegis að augljóst sé að flugsæti hafi verið seld á undirverði hér á landi og útséð að fargjöld muni hækka í náinni framtíð. Þáttastjórnendur ræddu við Kristján Sigurjónsson ritstjóra í þættinum í dag þar sem hann var spurður hvort erlend flugfélög væru að reyna að fylla í það skarð sem WOW air skilur eftir sig eftir að hafa orðið gjaldþrota. Kristján sagði sumaráætlun flugfélaga hafa tekið gildi í gær og ekki væru teikn á lofti um að erlend flugfélög ætluðu sér að bæta í fyrir sumarið, en það yrði vonandi á komandi vetri. Hafði Kristján rætt við forsvarsmenn Lufthansa sem sögðu honum að Ísland væri mikilvægur markaður fyrir flugfélagið en að svo komnu yrði ferðum ekki bætt við til landsins. Sagði Kristján að sumarið gæti orðið erfitt fyrir ferðaþjónustuna hér á landi þar sem ekki tækist að fylla þetta skarð að fullu. Hollenska flugfélagið Transavia tilkynnti í dag að það myndi hefja áætlunarferðir á milli Amsterdam og Keflavíkur 5. júlí næstkomandi eftir að hafa átt í viðræðum við Isavia, sem rekur flugvelli á Íslandi. Kristján benti á að WOW air hefði fyrir gjaldþrotið verið búið að minnka umsvif sín talsvert og því var útséð að höggið yrði eitthvað. Hann bætti við stór hluti þeirra farþega sem WOW flutti til landsins hefðu verið svokallaðir tengifarþegar sem stoppuðu eingöngu á Keflavíkurflugvelli áður en þeir héldu leið sinni áfram yfir hafið. Sagði hann þessa farþega um 60 prósent af öllum farþegum WOW og því hefðu þeir engin áhrif á ferðaþjónustu hér á landi.60 prósent farþega WOW air voru svokallaðir tengifarþegar og mun brotthvarf þeirra því ekki hafa teljandi áhrif á ferðaþjónustu hér á landi. Vísir/VilhelmIcelandair tilkynnti í dag að það hefði gengið frá leigu á tveimur Boeing 767 breiðþotum sem félagið verður með í rekstri út septembermánuð. Unnið er að því að fá þriðju vélina í kjölfar kyrrsetningar á MAX-flugvélum sem félagið þurfti að kyrrsetja vegna galla í flugstjórnarkerfi vélanna sem er talinn hafa valdið tveimur mannskæðum flugslysum. Kristján sagði að það skipti Icelandair mun meira máli að fylla upp í skarðið hér landi en erlendu flugfélögin. Hann benti á að tap Icelandair hefði numið 7 milljörðum í fyrra og tap WOW air 22 milljörðum, sem gerði þrjátíu milljarða samtals. Augljóst væri að flugfélögin hefðu þar með greitt með farþegum sem þau fluttu og því útséð að hækka þurfi fargjaldið. Sagði hann að WOW air hefði verið með áætlanir um að flytja þrjár milljónir farþega, ef miðaverðið hækkaði um þúsund krónur væru það þrír milljarðar aukalega. Hækkunin þyrfti því ekki að vera svo mikil. Hann sagði það enga launung að WOW air hefði staðið undir þessum miklu flutningum á Íslendingum til Tenerife undanfarin ár. Það var flugleið sem haldið var úti fyrir íslenska neytendur og nú gæti orðið samdráttur þar á.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Reykjavík síðdegis WOW Air Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent