Sýslumenn berjast í bökkum um allt land Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skúli Eggert Þórðarson. Fréttablaðið/GVA Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. Mikilvægt er að fjárhagsvandi sýslumanna verði leystur að mati Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um samanburð milli sýslumannsembætta. Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og hvorki gerð nákvæm fjárhagsáætlun né langtímaáætlun um rekstur embættanna níu eftir breytinguna. Einnig hafi mat á skiptingu launakostnaðar milli nýrra embætta sýslumanna og lögreglu verið ónákvæmt en samhliða breytingunni varð aðskilnaður milli sýslumannsembætta og lögreglu og átta lögregluumdæmum um landið komið á fót. Ljóst varð fljótlega eftir að breytingarnar komu til framkvæmda að illa horfði og í árslok 2015 var ákveðið að vinnuhópur fulltrúa ráðuneytis og sýslumanna færi yfir stöðuna til undirbúnings við gerð reiknilíkans fyrir rekstur embættanna. Þeirri vinnu var aldrei lokið en niðurstaða hópsins var sú að rekstur embættanna væri ekki sjálfbær. Þar munaði mestu um tæpar 235 milljónir króna sem vantaði upp á launakostnað embættanna fyrsta rekstrarár þeirra. Ástæður þessa taldi vinnuhópurinn stafa af vanmati á launakostnaði forstöðumanna samkvæmt úrskurði Kjararáðs, hagræðingarkröfu upp á 56 milljónir sem ógerningur væri að standa við án uppsagna sem eru óheimilar samkvæmt lögum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiðréttingum á launakostnaði vegna kjarasamninga ársins. Í fjárlögum fyrir árið 2015 var uppsafnaður halli felldur niður að hluta hjá öllum embættunum. En rekstur þeirra var enn í járnum árið 2016, enda stóðu þau enn frammi fyrir sama vanda það ár. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Rekstur sýslumannsembættanna hefur ekki verið í samræmi við fjárheimildir þau ár sem liðin eru frá því þeim var fækkað úr 24 niður í 9 árið 2015. Mikilvægt er að fjárhagsvandi sýslumanna verði leystur að mati Ríkisendurskoðunar sem skilaði skýrslu um samanburð milli sýslumannsembætta. Í skýrslunni kemur fram að ekki hafi verið nægilega vel staðið að fjárhagslegum undirbúningi breytinganna og hvorki gerð nákvæm fjárhagsáætlun né langtímaáætlun um rekstur embættanna níu eftir breytinguna. Einnig hafi mat á skiptingu launakostnaðar milli nýrra embætta sýslumanna og lögreglu verið ónákvæmt en samhliða breytingunni varð aðskilnaður milli sýslumannsembætta og lögreglu og átta lögregluumdæmum um landið komið á fót. Ljóst varð fljótlega eftir að breytingarnar komu til framkvæmda að illa horfði og í árslok 2015 var ákveðið að vinnuhópur fulltrúa ráðuneytis og sýslumanna færi yfir stöðuna til undirbúnings við gerð reiknilíkans fyrir rekstur embættanna. Þeirri vinnu var aldrei lokið en niðurstaða hópsins var sú að rekstur embættanna væri ekki sjálfbær. Þar munaði mestu um tæpar 235 milljónir króna sem vantaði upp á launakostnað embættanna fyrsta rekstrarár þeirra. Ástæður þessa taldi vinnuhópurinn stafa af vanmati á launakostnaði forstöðumanna samkvæmt úrskurði Kjararáðs, hagræðingarkröfu upp á 56 milljónir sem ógerningur væri að standa við án uppsagna sem eru óheimilar samkvæmt lögum og að ekki hafi verið gert ráð fyrir leiðréttingum á launakostnaði vegna kjarasamninga ársins. Í fjárlögum fyrir árið 2015 var uppsafnaður halli felldur niður að hluta hjá öllum embættunum. En rekstur þeirra var enn í járnum árið 2016, enda stóðu þau enn frammi fyrir sama vanda það ár.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira