Betur gangi að manna skóla í hremmingum ferðaþjónustu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 2. apríl 2019 06:00 Skólakerfið sem glímt hefur við manneklu í góðæri síðustu ára kann að njóta góðs af samdrætti í ferðaþjónustu. Fréttablaðið/Ernir Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Við horfum virkilega til þess að betur muni ganga að manna í skólum á næsta skólaári miðað við þessa breyttu stöðu í ferðaþjónustunni,“ segir Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Fall WOW air og uppsagnir í ferðaþjónustunni sem og víðar hafa gert það að verkum að á annað þúsund manns eru nú án atvinnu og sér vart fyrir endann á þeim samdrætti. Hjúkrunarfræðingar voru eftirsóttur starfskraftur sem flugfreyjur en Vísir greindi frá því fyrir helgi að margar flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá WOW air í síðustu viku hafi þegar sett sig í samband við Landspítalann með það fyrir augum að snúa aftur til fyrri starfa. Helgi segir vitað mál að kennarar hafi líka verið eftirsóttir í hinum ýmsu störfum ferðaþjónustunnar. Og nú þegar kreppi að í þeim geira kunni að slakna á mannekluvandræðum. Þar á meðal í menntunar- og umönnunarstörfum. „Í ýmsum störfum tengdum ferðaþjónustunni hefur þetta nám, bæði grunn- og leikskólakennara sem snýst svo mikið um mannleg samskipti, verið eftirsótt og þeir farið í störf í ferðaþjónustunni. Maður gerir nú ráð fyrir að einhverjir hugsi sér að koma til baka í starf á leikskólum og í grunnskólum og við erum að skoða málin og fylgjast með,“ segir Helgi vongóður um að betur muni ganga að manna stöður. „Það er bara alltaf þannig að þegar einar dyr lokast þá opnast aðrar. Þegar byggingarkrönum og ferðamönnum fjölgaði var mikið um að starfsfólk færi frá okkur í önnur störf. Eða að fólk sem var að koma inn á vinnumarkaðinn horfði frekar til ferðaþjónustu en skólanna. En við þurfum auðvitað nýliðun líka.“ Helgi segir Íslendinga ekki þekkja langtímaatvinnuleysi í raun, það séu alltaf störf. Það bráðvanti fólk í menntunar- og umönnunarstörfin sem kunni nú að leita í jafnvægi. Helgi segir að á teikniborðinu hafi verið að auðvelda fólki að snúa aftur í kennarastarfið, hafi það verið lengi frá. „Eitt af því sem verið hefur á teikniborðinu varðandi framtíðarmönnun í leik- og grunnskólum er að mýkja höggið með símenntunarnámskeiði. Þá hefði fólk á hraðbergi nýjustu strauma og stefnur í skólastarfi. Það er eitt af því sem við erum að horfa til.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Skóla - og menntamál Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
Flugfreyjurnar aftur á spítalana Lærðir hjúkrunarfræðingar hverfa aftur til starfa á spítalana eftir flugið. 29. mars 2019 11:33