Vísindaglerþak Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 2. apríl 2019 09:00 Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ein sorglegasta staðreynd vísindasögunnar er án efa æpandi ósýnileiki kvenna. Öldum saman voru dyr vísindanna lokaðar konum, og þegar þær fengu loks tækifæri til að athafna sig og blómstra í háskólum og á rannsóknarstofum voru framfarir þeirra og uppgötvanir oft og tíðum hunsaðar, eða jafnvel skráðar á karlkyns kollega þeirra. Einhverjir halda því fram að það sé eðlilegt, í ljósi sögunnar, að nöfn merkra vísindakvenna séu ekki vel þekkt; enn eimi eftir af syndum feðranna. Þetta er þó ekki nema að hluta til rétt. Vissulega voru konur í náttúruvísindum færri á árum áður, en þær voru sannarlega til staðar og höfðu oft gríðarleg áhrif á sín fræðasvið. Þar á meðal eru Rosalind Franklin, sem tók þátt í uppgötvun DNA, Chien-Shiung Wu, sem var einn fremsti kjarneðlisfræðingur sögunnar, kvenréttindakonan Mary Putnam Jacobi sem var einn fremsti læknir sinnar kynslóðar og stjörnufræðingurinn Vera Rubin, sem spáði fyrir um tilvist hulduefnis. Þetta eru aðeins örfá dæmi um konur sem mótuðu náttúruvísindin, en eru engu að síður ekki jafn þekktar og karlkyns kollegar þeirra. Líklega er besta dæmið um þau skökku kynjahlutföll sem lengi vel hafa einkennt vísindin að finna í árlegu vali Konunglegu sænsku vísindaakademíunnar á merkum framförum á sviðum læknisfræði, efnafræði og eðlisfræði. Frá því að fyrstu Nóbelsverðlaunin í efnafræði voru afhent árið 1901 hafa aðeins 5 konur fengið þessa miklu viðurkenningu, eða rétt rúmlega 2,8 prósent. Af þeim 210 sem fengið hafa Nóbelsverðlaun í eðlisfræði hafa aðeins þrjár konur fengið viðurkenningu, eða 1,4 prósent. Margar konur sem réttilega hefðu átt að fá Nóbelsverðlaun fyrir framfarir í vísindum hafa verið hlunnfarnar og karlkyns vísindamönnum, sem jafnvel byggðu rannsóknir sínar á uppgötvunum kvenkyns kollega sinna, var hampað á þeirra kostnað. Hugsanlega er fjöldi Nóbelsverðlauna ekki besti mælikvarði á árangur kvenna á sviði náttúruvísinda, en sá fjöldi er að minnsta kosti vitnisburður um það hvernig hallar á konur, og aðra jaðarhópa, innan vísindanna. Nægir að horfa til Háskóla Íslands þar sem konur hafa verið helmingur nemenda síðustu áratugi en karlar eru á sama tíma um 70 prósent prófessora. Hlutfall karla í prófessorastöðum á sviðum náttúruvísinda, tækni, verkfræði og stærðfræði nálgast 90 prósent. Þegar aðrar æðri stjórnendastöður á þessum fræðasviðum eru skoðaðar blasir við svipuð mynd. Aðra birtingarmynd þess hvernig hallar á konur er að finna í úthlutun rannsóknarstyrkja. Ítrekað eru fleiri karlar sem fá úthlutað en konur, þó svo að bæði kyn sýni svipaðan árangur í rannsóknum. Þar sem mat á umsækjendum byggist að hluta á bakgrunni þeirra og fyrri rannsóknum, þá er líklegra að háskólafólk í æðri stöðum sæki um styrk, og líklegra að það fái úthlutað. Það verður því aldrei nóg að hampa vísindakonum sem skara fram úr. Það er sannarlega mikilvægt, en á sama tíma verður að skapa rétt umhverfi svo konur geti stundað vísindi á jafnréttisgrundvelli. Það er barnaskapur að halda því fram að glerþakið sé ekki til staðar í hlutlægum heimi náttúruvísindanna. Á meðan kynin mætast ekki á jafningjagrundvelli er ástríðu og hæfileikum stórs hóps sóað, og samfélagið allt rænt mikilvægum tækifærum til framþróunar.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun