Donald Trump hælir ríkisstjórn Mexíkó Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2019 22:25 Innflytjendum haldið við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Getty/Justin Sullivan Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta kom fram eftir að fyrirtæki lýstu yfir áhyggjum yfir afleiðingunum sem þetta hefði í för með sér fyrir vöruflutninga. Trump hótaði á föstudag að láta loka landamærunum myndi Mexíkó ekki gera eitthvað til að koma í veg fyrir för fólks yfir landamærin síðustu misseri, en talskona hans sagði hann ekki vera með sérstaka tímalínu fyrir lokunina. Lokun landamæranna myndi stöðva milljónir löglegra innflytjenda og milljarða dollara í viðskiptum. Frá þessu er greint hjá Reuters. Trump hældi viðbrögðum Mexíkó til að stöðva ólöglega innflytjendur við landamæri Mexíkó í suðri í dag, þriðjudag en Mexíkóska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það myndi hjálpa til við að koma reglu á flæði innflytjenda frá Mið-Ameríku sem færu í gegnum Mexíkó. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að mexíkóska ríkið hefði frá og með gærdeginum byrjað að handtaka fjölda fólks við landamæri sín í suðri sem kæmu frá El Salvador, Guatemala og Hondúras, en það hafi þegar handtekið þúsundir einstaklinga. Lokun landamæranna hefur verið efst á málefnalista Trumps undanfarið en það hefur fallið í grýttan jarðveg meðal annarra stjórnmálamanna og hafa þó nokkrir þingmenn talað opinberlega gegn því, þar með talið þingmenn Repúblikanaflokksins og hefur stöðnun vöruflutnings valdið ugg. Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur enn ekki lagt fram tímasetningu um það hvenær hann hyggst loka landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna. Þetta kom fram eftir að fyrirtæki lýstu yfir áhyggjum yfir afleiðingunum sem þetta hefði í för með sér fyrir vöruflutninga. Trump hótaði á föstudag að láta loka landamærunum myndi Mexíkó ekki gera eitthvað til að koma í veg fyrir för fólks yfir landamærin síðustu misseri, en talskona hans sagði hann ekki vera með sérstaka tímalínu fyrir lokunina. Lokun landamæranna myndi stöðva milljónir löglegra innflytjenda og milljarða dollara í viðskiptum. Frá þessu er greint hjá Reuters. Trump hældi viðbrögðum Mexíkó til að stöðva ólöglega innflytjendur við landamæri Mexíkó í suðri í dag, þriðjudag en Mexíkóska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að það myndi hjálpa til við að koma reglu á flæði innflytjenda frá Mið-Ameríku sem færu í gegnum Mexíkó. Trump sagði á blaðamannafundi í gær að mexíkóska ríkið hefði frá og með gærdeginum byrjað að handtaka fjölda fólks við landamæri sín í suðri sem kæmu frá El Salvador, Guatemala og Hondúras, en það hafi þegar handtekið þúsundir einstaklinga. Lokun landamæranna hefur verið efst á málefnalista Trumps undanfarið en það hefur fallið í grýttan jarðveg meðal annarra stjórnmálamanna og hafa þó nokkrir þingmenn talað opinberlega gegn því, þar með talið þingmenn Repúblikanaflokksins og hefur stöðnun vöruflutnings valdið ugg.
Bandaríkin Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Sjá meira
Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. 30. mars 2019 21:25
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04