Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2019 14:47 Nadler formaður hefur nú heimild til að gefa út stefnur til að knýja á um að fá Mueller-skýrsluna í hendur. Vísir/EPA Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Demókratar í dómsmálanefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykktu tillögu um að veita formanni nefndarinnar heimild til að gefa út stefnur til að krefja dómsmálaráðuneytið um óritskoðað eintak af skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda þess. Rannsóknin beindist að afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og meintu samráði framboðs Trump forseta við þá. Jerry Nadler, formaður nefndarinnar, segist ekki ætla að gefa út stefnurnar strax heldur gefa William Barr, dómsmálaráðherranum, tækifæri til að skipta um skoðun og fá þinginu skýrsluna í heild sinni og öll skjöl sem hún byggir á, að sögn New York Times. Barr vinnur nú að því að ritskoða skýrsluna til að sía út hlutar hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta. „Ef við náum ekki samkomulagi þá getum við ekki annað en gefið út stefnur fyrir þessi gögn,“ sagði Nadler. Atkvæðagreiðslan í nefndinni fór eftir flokkslínum: demókratar greiddu atkvæði með en repúblikanar á móti. Nefndin samþykkti einnig stefnur á hendur fimm fyrrverandi starfsmanna Hvíta hússins sem demókratar telja að geti varpað ljósi á þann hluta skýrslu Mueller sem varðar meintar tilraunir Trump forseta til að hindra framgang réttvísinnar. Barr gaf þinginu stutta samantekt á því sem hann taldi helstu niðurstöður Mueller á dögunum. Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð forsetans hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á kosningarnar. Hann gæti hins vegar ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang rannsóknarinnar jafnvel þó að hann mælti ekki með ákæru vegna þess. Þá hefur dómsmálaráðherrann sagt dómsmálanefndinni að hann ætli sér að skila henni ritskoðaðri skýrslunni um miðjan þennan mánuð. Áður ætli hann að sigta út atriði sem leynd geti hvílt yfir, leynilegan framburð fyrir ákærudómstóli, upplýsingar um áframhaldandi rannsóknir og yfirlýsingar sem gengju gegn friðhelgi einkalífs og æru utanaðkomandi aðila sem hefðu litla aðild að málunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Mueller segir Trump-liða ekki hafa verið í vitorði með Rússum Þá segja forsvarsmenn Dómsmálaráðuneytisins ekki nægar sannanir fyrir því að Trump hafi reynt að koma í veg fyrir gang réttvísinnar. 24. mars 2019 19:55
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37