Dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi en íhuga áfrýjun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 3. apríl 2019 15:57 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag. Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Jórunn Edda Helgadóttir og Ragnheiður Freyja Kristínardóttir voru í héraðsdómi Reykjavíkur dæmdar í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa brotið gegn almennum hegningarlögum og lögum um loftferðir þegar þær risu úr sætum um borð í flugvél Icelandair fimmtudaginn 26. maí 2016. Í dómsorði segir að ákærðu sæti hvor um sig fangelsi í þrjá mánuði en fresta skuli fullnustu refsingarinnar og falli hún niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi ákærðu almennt skilorð en konurnar hafa hvorugar brotið af sér áður. Þær voru sakfelldar í þremur ákæruliðum af fjórum en ákærðu voru dæmdar til að greiða allan sakarkostnað. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konurnar hefðu ekki raskað öryggi flugvélarinnar. Tilgangurinn með uppátæki kvennanna var að reyna að koma í veg fyrir að hælisleitandinn Eze Okafor yrði sendur úr landi. Þær tölu sig vera að bjarga lífi hans. Vélin var á leið til Svíþjóðar þaðan sem átti að senda Okafor til Nígeríu en hann hafði orðið fyrir ofbeldi af hálfu hryðjuverkasamtakanna Boko Haram fyrir að neita að ganga til liðs við samtökin og beita sjálfur ofbeldi.Ósanngjarn dómur sem kemur á óvart Konurnar segja í samtali við fréttastofu að þær séu afar hissa á dómnum. Hann sé afar ósanngjarn. Jórunni og Ragnheiði finnst líklegt að þær komi til með að áfrýja dómnum til Landsréttar en þær ætli að gefa sér daginn í dag til að gaumgæfa málið nánar með lögmönnum sínum. Aðalmeðferð í máli íslenska ríkisins á hendur Jórunni Eddu Helgadóttur og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur fór fram í héraðsdómi Reykjavíkur þann 6. mars síðastliðinn, tæpum þremur árum eftir atburðinn. Páll Bergþórsson, lögmaður Jórunnar Eddu, segir í samtali við fréttastofu að ákvörðun um mögulega áfrýjun dómsins muni liggja fyrir á morgun. Hann hefur áður sagt að ákæruvaldið hafi ekki náð að færa sönnur á þær ásakanir sem settar voru fram á hendur Jórunni og Ragnheiði.Hér að neðan er viðtal sem Sighvatur Jónsson fréttamaður tók við Jórunni og Ragnheiði í dag.
Dómsmál Hælisleitendur Tengdar fréttir Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11 Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15 Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00 Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Lýsir því sem áfalli þegar kæran barst Jórunn Edda Helgadóttir segir það veita henni mikinn styrk að sjá hve margir vinir og félagar hafi verið mættir í dómssal í morgun til að sýna henni stuðning. 6. mars 2019 12:11
Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. 6. mars 2019 08:15
Segir lögreglu hafa haft ánægju af því að pína sig Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 6. mars 2019 14:00
Segir það vekja óhug að ákæruvaldið krefjist fangelsis vegna friðsamlegra mótmæla Í málflutningsræðu Páls Bergþórssonar, verjanda Jórunnar Eddu Helgadóttur, kom hann á framfæri alvarlegum athugasemdum við kæru ákæruvaldsins í aðalmeðferð íslenska ríkisins gegn Jórunni og Ragnheiði Freyju Kristínardóttur. 6. mars 2019 17:38