Viðskipti innlent

Toppfiskur í þrot og tugir missa vinnuna

Atli Ísleifsson skrifar
Toppfiskur framleiddi yfir sjö þúsund tonn á ári af þorski og ýsu í versksmiðju sinni í Reykjavík.
Toppfiskur framleiddi yfir sjö þúsund tonn á ári af þorski og ýsu í versksmiðju sinni í Reykjavík. Getty
Fiskvinnslufyrirtækið Toppfiskur hefur verið úrskurðað gjaldþrota og hafa því tugir manna misst vinnuna.

Frá þessu greindi mbl síðdegis í dag. Haft er eftir Rakel Pálsdóttur, kynningarstjóra Eflingar, að fjörutíu starfsmenn fyrirtækisins hafi leitað aðstoðar stéttarfélagsins vegna gjaldþrotsins.

Í heimasíðu fyrirtækisins segir að Toppfiskur sé fjölskyldufyrirtæki sem framleiði yfir sjö þúsund tonn á ári fiskafurðum í 5.000 fermetra verksmiðju sinni við Fiskislóð í Reykjavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×