Svona ætlar ríkisstjórnin að beita sér fyrir afnámi verðtryggingarinnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. apríl 2019 23:27 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, í Ráðherrabústaðnum í kvöld. Vísir/Vilhelm Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Er þetta á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar. Út spurðist um aðgerðirnar í dag og er Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, meðal þeirra sem gagnrýnt hafa tillögurnar harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hafa barist hart fyrir afnámi verðtryggingar undanfarin ár. Greint er frá þessum plönum í yfirlýsingu ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar sem send var fjölmiðlum í kvöld. Kynning á nýjum kjarasamningi og aðkomu ríkisstjórnarinnar á þeim stendur yfir í Ráðherrabústaðnum þessa stundina. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum til afnáms verðtryggingar: 1. Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántak aukast. 2. Frá og með ársbyrjun 2020 verði lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Með því móti er komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra neytendalána, þ.e. annarra en húsnæðislána. 3. Frá og með ársbyrjun 2020 verði vísitala neysluverðs án húsnæðis grundvöllur verðtryggingar í lögum um vexti og verðtryggingu á nýjum neytendalánum. 4. Fyrir lok júní 2020 verði lokið athugun á aðferðarfræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leitað til erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðisliðinn tekin til athugunar auk svokallaðs vítitölubjaga, þ.e. mögulegs ofmats á mælingu vístölu neysluverðs vegna kerfisbundinnar mæliskekkju. 5. Fyrir lok árs 2020 liggi fyrir ákvörðun um frekari takmörkun við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Í því sambandi þarf að skoða sérstaklega áhrif á greiðslubyrði tekjulágra og möguleika þeirra til að fjármagna húsnæðiskaup. Þannig væri unnt að takmarka verðtryggð jafngreiðslulán við 20 ára gildistíma eða skemur eða með setningu hámarks veðsetningarhlutfalls verðtryggðra jafngreiðslulána. Veðsetningarhlutföll gætu breyst eftir stöðu hagkerfisins og verið ólík eftir fyrirkomulagi afborgana, þ.e. jafngreiðslur eða jafnar afborganir eða eftir tímalengd. 6. Skoðaðir verði auknir hagrænir hvatar til töku óverðtryggðra lána, t.d. í formi veðsetningarhlutfalla, skattfrelsi séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar eða að vaxtabætur taki aðeins til vaxta en ekki verðbóta. 7. Leitað verði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Skoðað verður að setja skilyrði fyrir verðbreytingum í samningssamböndum sem tryggja upplýsingaskyldu seljenda og takmarka binditíma og auka þar með neytendavernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum í kvöld að með þessum lífskjarasamningi væri verið að stíga stærsta skrefið til afnáms verðtryggingar. Verkföll 2019 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Frá og með ársbyrjun árið 2020 verður óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til lengri tíma en 25 ára. Á sama tíma verður lágmarkstími verðtryggðra lána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Er þetta á meðal aðgerða ríkisstjórnarinnar til afnáms verðtryggingarinnar. Út spurðist um aðgerðirnar í dag og er Gylfi Magnússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, meðal þeirra sem gagnrýnt hafa tillögurnar harðlega. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hafa barist hart fyrir afnámi verðtryggingar undanfarin ár. Greint er frá þessum plönum í yfirlýsingu ríkisstjórnar um markviss skref til afnáms verðtryggingar sem send var fjölmiðlum í kvöld. Kynning á nýjum kjarasamningi og aðkomu ríkisstjórnarinnar á þeim stendur yfir í Ráðherrabústaðnum þessa stundina. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir eftirfarandi aðgerðum til afnáms verðtryggingar: 1. Frá og með ársbyrjun 2020 verði óheimilt að veita verðtryggð jafngreiðslulán til neytenda til lengri tíma en 25 ára nema með ákveðnum skilyrðum. Rökin fyrir þessu felast fyrst og fremst í þeim ókostum verðtryggðra jafngreiðslulána að verðbótum er bætt við höfuðstól lánsins og greiðslu þeirra frestað þannig að eignamyndun verður hægari en ella og líkur á neikvæðu eigin fé lántak aukast. 2. Frá og með ársbyrjun 2020 verði lágmarkstími verðtryggðra neytendalána lengdur úr fimm árum í tíu ár. Með því móti er komið í veg fyrir verðtryggingu allra eða allflestra neytendalána, þ.e. annarra en húsnæðislána. 3. Frá og með ársbyrjun 2020 verði vísitala neysluverðs án húsnæðis grundvöllur verðtryggingar í lögum um vexti og verðtryggingu á nýjum neytendalánum. 4. Fyrir lok júní 2020 verði lokið athugun á aðferðarfræði við útreikning vísitölu neysluverðs út frá alþjóðlegum samanburði og leitað til erlendra sérfræðinga. Meðal annars verði aðferðafræði við húsnæðisliðinn tekin til athugunar auk svokallaðs vítitölubjaga, þ.e. mögulegs ofmats á mælingu vístölu neysluverðs vegna kerfisbundinnar mæliskekkju. 5. Fyrir lok árs 2020 liggi fyrir ákvörðun um frekari takmörkun við veitingu verðtryggðra jafngreiðslulána að gefnum forsendum um stöðugleika og vaxtastig. Í því sambandi þarf að skoða sérstaklega áhrif á greiðslubyrði tekjulágra og möguleika þeirra til að fjármagna húsnæðiskaup. Þannig væri unnt að takmarka verðtryggð jafngreiðslulán við 20 ára gildistíma eða skemur eða með setningu hámarks veðsetningarhlutfalls verðtryggðra jafngreiðslulána. Veðsetningarhlutföll gætu breyst eftir stöðu hagkerfisins og verið ólík eftir fyrirkomulagi afborgana, þ.e. jafngreiðslur eða jafnar afborganir eða eftir tímalengd. 6. Skoðaðir verði auknir hagrænir hvatar til töku óverðtryggðra lána, t.d. í formi veðsetningarhlutfalla, skattfrelsi séreignarsparnaðar og tilgreindrar séreignar eða að vaxtabætur taki aðeins til vaxta en ekki verðbóta. 7. Leitað verði leiða til að stemma stigu við sjálfvirkum vísitöluhækkunum vöru og þjónustu og skammtímasamninga. Slíkar sjálfvirkar hækkanir kynda undir verðbólgu og hækka þar af leiðandi verðtryggðar skuldir með beinum hætti og óverðtryggðrar skuldir með óbeinum hætti. Samkvæmt könnun frá 2015 er um helmingur innlendra samninga og aðfanga tengdur við vísitölur. Skoðað verður að setja skilyrði fyrir verðbreytingum í samningssamböndum sem tryggja upplýsingaskyldu seljenda og takmarka binditíma og auka þar með neytendavernd. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á blaðamannafundinum í kvöld að með þessum lífskjarasamningi væri verið að stíga stærsta skrefið til afnáms verðtryggingar.
Verkföll 2019 Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Fúlsaði við þriggja forseta fundi Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent