Bein útsending: Framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 10:17 Málþingið fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Vísir/Vilhelm Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu. Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ráðstefna um framtíðarskipan vinnumála og breytingar á vinnumarkaði (Future of Work) verður haldin í Hörpu dagana 4. og 5. apríl. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, er haldin í samvinnu við Norrænu ráðherranefndina og Alþjóðavinnumálastofnunina í tilefni af því að öld er liðin frá því að Alþjóðavinnumálastofnunin tók til stafa. Streymt er beint frá ráðstefnunni og má sjá beina útsendingu hér að neðan.Ráðstefnan er sú síðasta af fjórum sem haldnar hafa verið árlega síðan 2016 í aðildarríkjum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í tilefni aldarafmælisins. Þar verða kynntar niðurstöður nefndar á vegum stofnunarinnar sem í eiga sæti þjóðarleiðtogar og sérfræðingar á sviði félags- og vinnumála. Þær byggja á niðurstöðum úr skýrslum frá fyrri afmælisráðstefnum. Kynnt verður áfangaskýrsla úr rannsókn Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð vinnumála og breytingar á vinnumarkaði sem unnin er af rannsóknarstofnuninni Fafo í Noregi. Þá verður lögð sérstök áhersla á umræður um stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Guy Ryder, forstjóri Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, flytur erindi og hefur nokkrum alþjóðasamtökum verið boðið að senda fulltrúa til að taka þátt, m.a. Evrópusambandinu, OECD o.fl. Í ár verður aldarafmælis Alþjóðavinnumálastofnunarinnar minnst með margvíslegum hætti en hún hóf starfsemi í framhaldi af friðarsamningunum sem bundu enda á fyrri heimsstyrjöldina árið 1919. Í tilefni afmælisins hleypti stofnunin auk þess af stokkunum verkefnum sem beindust að eftirfarandi þáttum: -þróun atvinnulífs og samfélags -atvinnusköpun - einnig í þágu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði -breytingum á skipulagi vinnumála vegna nýrrar tækni -samskiptum atvinnurekenda og launafólks, réttindum og skyldum, formi á reglusetningu o.fl. á sviði félags- og vinnumála. Því var beint til ríkisstjórna aðildarríkjanna að efna til umræðna um framangreinda þætti sem gætu orðið innlegg í stefnumótun fyrir starfsemi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar í nánustu framtíð. Ríkisstjórnir Norðurlandanna í samvinnu við Skrifstofu norrænu ráðherranefndarinnar, Alþjóðavinnumálastofnunina og samtök aðila vinnumarkaðarins stofnuðu til samstarfsverkefnis af þessu tilefni. Haustið 2017 hófst rannsóknarverkefni sem beinist að breytingum á skipulagi vinnumála og áhrifum þess á norræna vinnumarkaðsmódelið. Enn fremur er sjónum beint að því með hvaða hætti hægt er að hafa áhrif á framvinduna þannig að sá samfélagslegi árangur sem Norðurlöndin hafa náð á sviði félags- og vinnumála glatist ekki. Frá árinu 2016 hafa eins og að framan greinir verið haldnar árlegar ráðstefnur um framtíð vinnumála sem fylgt hafa formennsku í norrænu ráðherranefndinni. Þar hafa verið tekin fyrir afmörkuð verkefni á framangreindum málefnasviðum. Fyrsta ráðstefnan var haldin í Finnlandi árið 2016, önnur í Noregi árið 2017 og sú þriðja í Svíþjóð vorið 2018. Lokaráðstefnan verður í Hörpu.
Vinnumarkaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira