Fall WOW air: „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. apríl 2019 10:26 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamálaráðherra. Vísir/vilhelm „Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
„Allt vinnur þetta svolítið gegn landsbyggðinni,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra á opnum fundi atvinnuveganefndar Alþingis um áhrif falls WOW air á ferðaþjónustuna á Íslandi.Sagði hún ljóst að fall WOW air muni hafa mest áhrif á ferðaþjónustufyrirtæki á landsbygðinni. Þar séu smærri fyrirtæki sem þoli ef til vill höggið sem fylgir gjaldþroti flugfélagsins verr en þau stærri.„Við vitum að fyrirtæki eru mjög mismunandi stödd í landinu öllu, mismunandi eftir geira en innan ferðaþjónustunnar eru þau mjög mismunandi. Þau eru þess vegna mis vel í stakk búinn til að taka á móti svona áfalli. Það er mismunandi eftir fyrirtækjum líka, hvernig þetta hittir þau. Við vitum líka að því miður er það þannig að öll röskun hefur meiri áhrif á landsbyggð heldur en höfuðborgarsvæðið,“ sagði Þórdís Kolbrún.Ljóst væri að sum fyrirtæki í ferðaþjónustunni gæti illa þolað það að taka á sig högg á hánnatímabili ferðaþjónustunnar.„Það sem er verst eru fyrirtæki sem geta ekki tekið við svona höggi og munu einfaldlega ekki þola það. Það er ennþá þannig og á líka við um fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu að ferðaþjónustua byggir afkomu sína að verulegu leyti á þessum háannatíma,“ sagði Þórdís Kolbrún. WOW er hætt flugi, Icelandair heldur áfram.Vísir/vilhelmEkki forsvaranlegt að koma WOW til bjargar Í máli Þórdísar Kolbrúnar kom fram að áætlað væri að WOW air hefði flutt 300 þúsund ferðamenn beint til Íslands frá apríl til nóvember á þessu ári. Þetta væri skarðið sem þyrfti að fylla. Með auknu sætaframboði Icelandair, auknu flugi Wizz Air og flugi Transavia til Hollands væri þessi tala komin niður í 200 þúsund ferðamenn. „Það er að óbreyttu allmikið skarð sem að félagið skilur eftir sér,“ sagði Þórdís Kolbrún. Í máli hennar kom einnig fram að það hefði ekki verið forsvaranlegt fyrir íslenska ríkið að stíga inn í og sjá um rekstur flugfélagsins um einhvern tíma til þess að bjarga því fyrir horn. „Eftir þá ráðgjöf sem við fengum þá kom ekki til greina að íslenska ríkið færi að einhverju leyti að reka flugfélög og taka við kennitölu sem var mjög erfitt að greina hvað þýddi,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Fleiri fréttir Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Sjá meira