Mikið svigrúm til að lækka vexti að mati Seðlabankans Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2019 12:28 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri. FBL/Anton Brink Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum. Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Seðlabankinn hefur mikið svigrúm til að lækka vexti ef aðstæður kalla á, að sögn Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra. Í nýrri fjármálastöðugleikaskýrslu Seðlabanka Íslands kemur fram að viðnám þjóðarbúsins við áföllum sé mikið og litlar líkur séu á að stöðugleika sé ógnað þrátt fyrir fall Wow air og loðnubrest. Útflutningstekjur og hagvöxtur verður minni á þessu ári en Seðlabankinn gerði ráð fyrir í spá sinni í febrúar vegna þessara efnahagslegu áfalla. Enn sé til staðar áhætta sem geti komið fram á næstunni. „Ljóst er að gjaldþrot WOW air mun valda einhverju tjóni í bankakerfinu en fyrir lá að beinu áhrifin á innlenda kerfislega mikilvæga banka yrðu takmörkuð. Hver afleiddu áhrifin verða, og þá einnig af loðnubresti og öðrum mögulegum áföllum, er hins vegar erfiðara að leggja beint mat á á þessu stigi máls,“ segir Már Guðmundsson, seðlabankastjóri í formála skýrslunnar. Afleidd áhrif fari meðal annars eftir í hvaða mæli og hversu hratt önnur flugfélög fylli í skarð Wow air og í hvaða mæli hagstjórn og aðrar aðgerðir mildi áhrif áfallsins. Eins skipti máli hvernig fyrirsjáanlegur samdráttur í ferðaþjónustu spili saman við breytingar á fasteignamarkaði á næstu mánuðum.Viðnámsþróttur þjóðarbúsins meiri Mikil vöxtur í ferðaþjónustu hafi stuðlað að háu íbúðaverði en nú dragi úr þeirri hækkun. Sú þróun gæti haldið áfram á sama tíma og verðhækkun atvinnuhúsnæðis hefur verið kröftug. „Þrátt fyrir þessa óvissu um bein og afleidd áhrif eru við núverandi aðstæður litlar líkur á því að þau áföll sem þegar hafa riðið yfir muni ógna stöðugleika fjármálakerfisins. Þau eru einfaldlega ekki nægjanlega stór til þess í ljósi þess mikla viðnámsþróttar sem þjóðarbúið og fjármálakerfið búa nú við,“ segir seðlabankastjóri. Vísar hann til hreinnar eignastöðu þjóðarbúsins gagnvart útlöndum, stórum gjaldeyrisforða, á heildina litið tiltölulegra góðrar eiginfjárstöðu heimila og fyrirtækja og hás eiginfjárhlutfalls og góðrar lausafjárstöðu bankanna. Meira svigrúm sé hér til að bregðast við með hagstjórn en víðast hvar annars staðar. Afgangur sé á ríkissjóði og opinberar skuldir séu litlar í sögulegu og alþjóðlegu samhengi. Hér sé mikið svigrúm til lækkunar vaxta ef aðstæður kalli á, ólíkt mörgum viðskiptalöndum.
Íslenska krónan Kjaramál Seðlabankinn Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira