Menntun verði metin til launa en ekki ávísun á skuldaklafa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 14:15 Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður Bandalags háskólamanna segir þetta fela í sér ótæka mismunun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa. Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, segir of snemmt að segja til um það hver viðbrögðin verða innan aðildarfélaga bandalagsins við nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum. Það sé hins vegar alveg ljóst að krónutöluhækkunin sem samið var um setji mikinn þrýsting á hækkun lægstu taxta hjá BHM. Lægstu taxtar hjá BHM eru nú 425 þúsund krónur. Samningar BHM við ríki, borg og sveitarfélög runnu út þann 31. mars síðastliðinn og eru kjaraviðræður hafnar á milli aðila. Þær eru þó ekki komnar langt. Spurð út í þá félagsmenn BHM sem séu starfandi á almenna vinnumarkaðnum segir Þórunn að bandalagið sé með réttindasamning við Samtök atvinnulífsins sem tryggi réttindi fólks en annars semji einstaklingar við sinn vinnuveitanda um laun.Kröfugerðir ekki verið opinberaðar Þórunn segir að aðildarfélög BHM geri sína kröfugerð og sjálfstæða samninga. Að sjálfsögðu sé horft til þess sem samið sé um á almenna vinnumarkaðnum en ekki sé hægt að segja til um það fyrir fram hvernig það spili inn í viðræðurnar eða samninga aðildarfélaga BHM við hið opinbera. Þórunn segir að líkt og fleiri stéttarfélögum sé ákveðin breidd í launabilinu innan BHM. „Við hins vegar leggjum mesta áherslu á að það sé verið að meta menntun til launa og það sé ávinningur af því að afla sér menntunar en að það sé ekki ávísun á skuldaklafa,“ segir Þórunn. Hún bendir á í því samhengi að BHM hafi margoft rætt það við ríkisstjórnir og fleiri aðila að það þurfi að taka á málum Lánasjóðs íslenskra námsmanna og skuldabyrði þeirra sem taka lán hjá sjóðnum. Þórunn segir að það hljóti að vera þannig að menntun eigi að endurspeglast í launum fólks. Kröfugerðir aðildarfélaga BHM hafa ekki verið gerðar opinberar. Spurð út í það hvort það gæti farið svo að aðildarfélögin muni leggja meiri áherslu á krónutöluhækkun heldur en prósentuhækkanir segir Þórunn of snemmt að segja til um það. Spurð út í það hvernig viðræðum miði segir Þórunn að þær séu hafnar en séu ekki komnar langt. „En við erum ágætlega undirbúin, við höfum nýtt tímann vel til að undirbúa okkur,“ segir Þórunn og ítrekar að grundvallarkrafa BHM sé að menntun verði metin til launa.
Kjaramál Tengdar fréttir Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57 Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14 Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48 Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Segir Hitler-samanburð þreyttan Erlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Erlent Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Innlent 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Erlent Fleiri fréttir Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Sjá meira
Ætla að setja aukinn þunga í viðræður á opinberum markaði Á opinberum vinnumarkaði losnuðu í heildina 152 kjarasamningar um síðustu mánaðarmót. Þumalputtareglan er sú að almenni vinnumarkaðurinn semji á undan hinum opinbera og því hafa samningaviðræður þar verið á rólegri nótum. 4. apríl 2019 12:57
Iðnaðarmenn funda með SA í Karphúsinu í dag Fundur í kjaradeilu iðnaðarmanna og Samtaka atvinnulífsins hefst klukkan 14 í dag hjá ríkissáttasemjara. 4. apríl 2019 12:14
Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. 4. apríl 2019 13:48