Marinn og blár eftir að hafa verið dreginn út úr ráðuneytinu Jakob Bjarnar skrifar 4. apríl 2019 14:12 Eins og sjá má stórsér á Bjarna Daníel eftir að lögreglan dró hann út úr ráðuneytinu og henti honum og félögum hans út. visir/sigurjón Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira
Nokkrir mótmælendur á vegum No Borders voru bornir út úr dómsmálaráðuneytinu í dag. Þau höfðu komið sér fyrir í anddyri ráðuneytisins og fengið sér sæti á gólfinu. Um er að ræða þriðja kyrrsetuverkfallið á þremur dögum. Eins og sjá má á myndinni þá stórsér á einum mótmælenda. Hann heitir Bjarni Daníel. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af atburðum en tökumaður fréttastofu voru á vettvangi.„Já, ég var dreginn fremur ruddalega út af lögreglunni. Ég held að það sé allt í lagi með mig en mér líður ekkert sérstaklega vel,“ sagði Bjarni Daníel í samtali við Vísi. Hann segist ekki vita hvað hann muni gera, hvort hann muni kæra lögregluna fyrir hörku; fyrsta skrefið sé að fara á heilsugæslustöðina og fá áverkavottorð. „Nei, þetta lítur ekkert sérstaklega vel út en ég held nú að það sé í lagi með mig. Lögregla, var líkt og á þriðjudaginn, kölluð til að fjarlægja mótmælendurna sem vilja minna stjórnvöld á að ekki sé hægt að hundsa fólk í neyð sem biðji um áheyrn. Samtökin hafa þegar fengið fund með forsætisráðuneytinu sem vísaði þeim á dómsmálaráðuneytið.Mótmælendur í ráðuneytinu, áður en lögreglan kom og henti þeim út. Bjarni Daníel segir þá hafa sýnt talsvert meiri hörku nú en í gær, svo virðist sem þeir séu orðnir leiðir á mótmælendunum.visir/jói kBjarni segir að þetta hafi ekki verið neitt sérstaklega þægilegt. Og hann segir að það sé talsvert meiri harka í lögregluliðinu gagnvart sér og mótmælendum en í gær og í fyrradag. „Já, það er eins og það sé extra harka í þeim núna. Eins og þeir séu orðnir svolítið þreyttir á okkur.“ Bjarni Daníel telur að lögreglan hafi verið óþarflega harðhent. Sér í lagi þegar litið er til þess að hann barðist ekkert á móti eftir að lögreglan náði á honum taki. „En, þetta er ekkert alvarlegt. Það er ekkert aðalatriði að ég sé beittir ofbeldi í þetta eina skipti. Smávægilegt í samanburði við það ofbeldi sem flóttafólk má búa við á hverjum degi,“ segir Bjarni Daníel. Þetta sé nú bara einhver skráma sem kom eftir að lögreglan dró hann eftir gangstéttinni. Mótmælendur hafa ekki fengið fund með ráðherra sem komið er. Samtökin hafa fimm kröfur sem flóttafólk vill ræða við dómsmálaráðuneytið um. 1. Ekki fleiri brottvísanir, byrja á að stöðva brottvísanir til Grikklands og Ítalíu. 2. Efnismeðferð fyrir alla, sérstaklega fólk sem á það á hættu að vera vísað til óöruggs lands frá öðru Evrópuríki. 3. Atvinnuleyfi á meðan á umsókn stendur. 4. Jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi. 5. Að endir sé bundin á einangrunina sem flóttafólk á Ásbrú og annars staðar fyrir utan höfuðborgarsvæðið býr við.Ummælakerfinu hefur verið lokað við þessa frétt vegna fjölda meiðandi ummæla.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Fleiri fréttir Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Sjá meira