Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Sighvatur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 18:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins. Vísir/Vilhelm Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun. Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun.
Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira