Stjórnvöld vilja auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna og tekjulágra Sighvatur Jónsson skrifar 4. apríl 2019 18:45 Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu lífskjarasamningsins. Vísir/Vilhelm Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun. Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Skattar verða lækkaðir og barnabætur hækkaðar til að auka ráðstöfunartekjur barnafjölskyldna samhliða nýjum kjarasamningum. Þá verður fæðingarorlof lengt og tekin verða upp ný húsnæðislán fyrir tekjulága. Aðgerðir stjórnvalda vegna kjarasamninganna koma að mestu fram á árunum 2020-2022 og ná til alls almennings í landinu. Aðgerðir stjórnvalda á samningstímanum kosta 80 milljarða króna. Fjárfestingar ríkisins í vegum og öðrum innviðum eiga að skapa 300 störf í byggingariðnaði í ár og samtals 600 störf til ársins 2021. Aðgerðir ríkisins snúa að skattalækkunum, húsnæðismálum og minnkun á vægi verðtryggingar. Ríkisstjórnin bætir við fyrri hugmyndir sínar um skattalækkun hjá þeim tekjulægstu. Lækkunin nemur nú 10.000 krónum á mánuði. Lækkun tekjuskatts og hækkun barnabóta geta aukið ráðstöfunartekjur fjögurra manna fjölskyldu með tvö börn um allt að 411 þúsund krónur á ári. Það nemur tæpum 35.000 krónum á mánuði. Breytingarnar auka ráðstöfunartekjur einstæðs foreldris með tvö börn um allt að 234 þúsund krónur á ári, tæpar 20.000 krónur á mánuði. Fæðingarorlof verður lengt í tólf mánuði og hámarksgreiðslur hækkaðar úr 500 í 600 þúsund krónur.Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, við kynningu lífskjarasamningsins í Ráðherrabústaðnum í gær.Vísir/VilhelmBreytingar í húsnæðismálum Aðgerðir stjórnvalda í húsnæðismálum felast meðal annars í nýrri tegund húsnæðislána fyrir tekjulága. Þá verða 40 ára verðtryggð lán aflögð frá og með næstu áramótum. Endurskoða á útreikning húsnæðisliðs vísitölu neysluverðs fyrir lok júní á næsta ári. Þá verður heimild til ráðstöfunar séreignasparnaðar inn á íbúðalán framlengd í tvö ár. Leyfilegt verður að ráðstafa 3,5% af lífeyrisiðgjaldi skattfrjálst til húsnæðiskaupa. Þannig getur fólk í sambúð sem er samtals með 650.000 krónur í mánaðarlaun nýtt ríflega 22.000 krónur á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Fólk getur notað þá upphæð til að safna fyrir útborgun, lækka höfuðstól verðtryggðs lán eða til að lækka höfuðstól eða afborganir á óverðtryggðu láni. Einstaklingur með 325.000 krónur á mánuði getur samkvæmt þessu ráðstafað rúmlega 11.000 krónum á mánuði skattfrjálst í húsnæðiskostnað. Frekari tillögur stjórnvalda að breytingum í húsnæðismálum sem eiga að auðvelda fólki með lágar tekjur að eignast fasteign verða kynntar á morgun.
Fjölskyldumál Kjaramál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira