Byggðarráð undrast seinagang ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2019 06:45 Sveitarstjórnin gagnrýnir seinagang ráðherra. Fréttablaðið/Pjetur Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira
Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Fleiri fréttir Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri bætur í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Sjá meira