Byggðarráð undrast seinagang ráðherra Sveinn Arnarsson skrifar 5. apríl 2019 06:45 Sveitarstjórnin gagnrýnir seinagang ráðherra. Fréttablaðið/Pjetur Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð. Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sveitarstjórn Húnaþings vestra gagnrýnir seinagang Lilju Alfreðsdóttur sem hefur ekki staðfest Borðeyri sem verndarsvæði í byggð en tíu mánuðir eru síðan sveitarstjórn óskaði eftir því við stjórnvöld. Sveitarstjóri Húnaþings vestra segir þennan drátt hamla allri uppbyggingu á svæðinu.Guðný Hrund Karlsdóttir, sveitarstjóri á Raufarhöfn.Sveitarstjórnin samþykkti þann 19. maí á síðasta ári tillögu um að hluti Borðeyrar yrði verndarsvæði í byggð vegna menningarsögulegs gildis staðarins. Með verndarsvæði í byggð yrði auðveldara að vernda sérkenni byggðakjarnans. „Nú 10 mánuðum síðar hefur ráðherra ekki enn skrifað undir staðfestingu þrátt fyrir að Minjastofnun hafi sent inn sína umsögn og mælt með staðfestingu. Þessi töf hefur hamlað skipulagsvinnu á Borðeyri og uppbyggingu ferðaþjónustu í Hrútafirði. Byggðarráð harmar þessi vinnubrögð og hvetur ráðherra til að klára málið hið fyrsta,“ segir í bókun byggðarráðs um málið. Guðný Hrund Karlsdóttir er sveitarstjóri í Húnaþingi vestra. Hún segir þessa bið bagalega. „Það er alveg ljóst að á meðan við fáum ekki staðfestinguna þá getum við ekki farið í nauðsynlega deiliskipulagsvinnu og annað sem snertir svæðið. Hér er um að ræða einn merkasta verslunarstað landsins í aldir og því mikilvægt að byggja upp ferðaþjónustu og annað í kringum Borðeyri,“ segir Guðný Hrund. Markmið laga um verndarsvæði í byggð var að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi hér á landi og var samþykkt árið 2015. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, mælti fyrir þessu lagafrumvarpi og barðist fyrir því að hægt væri að skilgreina merk svæði sem verndarsvæði þótt þau væru í byggð.
Birtist í Fréttablaðinu Húnaþing vestra Stjórnsýsla Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira