Marta telur rétt að ríkið ráði staðsetningu flugvallarins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 15:00 Marta sjálf býr í Skerjafirðinum, steinsnar frá flugvellinum. Hún segir ekkert ónæði fylgja honum sem orð er á gerandi og slysahætta sé ekki meiri en sú sem allri umferð fylgir. „Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira
„Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Sjá meira