Marta telur rétt að ríkið ráði staðsetningu flugvallarins Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2019 15:00 Marta sjálf býr í Skerjafirðinum, steinsnar frá flugvellinum. Hún segir ekkert ónæði fylgja honum sem orð er á gerandi og slysahætta sé ekki meiri en sú sem allri umferð fylgir. „Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga. Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira
„Mín afstaða hefur alltaf verið kýrskýr í þeim efnum,“ segir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í samtali við Vísi. Hún er að tala um flugvöllinn í Vatnsmýrinni. Í gær bar það til tíðinda í borgarstjórn að Sjálfstæðismenn kusu þar í kross í atkvæðagreiðslu um umsögn borgarlögmanns um þingsályktunartillögu sem snýst um hugsanlega þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð flugvallarins í Vatnsmýrinni. Meðan Hildur Björnsdóttir, sem og meirihlutinn, greiddi atkvæði með umsögninni, þar sem eindregið er lagst gegn því af að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu sem gengur þá gegn skipulagsvaldi borgarinnar, sat Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna hjá en Marta greiddi hins vegar atkvæði gegn umsögninni. Hún segir þetta ekkert tiltökumál, að fulltrúar hafi kosið í kross. Sjálfstæðisflokkurinn sé lýðræðislegur flokkur.Sjálfsákvörðunarréttur borgarinnar ekki virtur Þetta hefur vakið athygli. Sjónvarpsmaðurinn Gísli Marteinn Baldursson, sem á árum áður var borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokkurinn, segir þetta sögulegt. „Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hins vegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum,“ skrifar Gísli Marteinn sem hrósar Hildi sérstaklega fyrir sína afstöðu.Hildur kaus með því að borgin setti sig á móti þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöllinn, Eyþór sat hjá en Marta kaus á móti. Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins er þannig þríklofinn í málinu, ef svo má að orði komast. Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir eru tveir af þremur fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í borgarráði.Vísir/VilhelmMarta, sem er eindreginn stuðningsmaður þess að flugvöllurinn fari hvergi og alls ekki meðan ekki liggur fyrir hvert hann á að fara, segist að öllu leyti vera fylgjandi sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í skipulagsmálum. „En þegar við erum að tala um flugvöll og flugvelli finnst mér koma til skoðunar að ríkið komi þar að málum. Rétt eins og í KEF; ríkið hefur skipulagsvald þar. Mér finnst ekki óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvald yfir flugvöllum hvar sem er. Aðrar þjóðir sem við berum okkur saman við, þar hefur ríkið skipulagsvald yfir bæði höfnum og flugvöllum. Ekkert óeðlilegt að ríkið hafi skipulagsvaldið yfir flugvöllum landsins.“Segir borgarstjórn fasta í skotgröfum Marta segir margar rangfærslur uppi í þessari umræðu sem lengi hefur geysað um flugvöllinn. Hún segir þetta ekki einkamál borgarbúa. Í Reykjavík sé stjórnsýsla og hátæknisjúkrahús. Marta nefnir til sögunnar nýlega umræðu sem fram fór á þinginu sem hún hefur til marks um að þar vilji fólk láta flugvöllinn njóta vafans.Frá því ég man eftir hafa borgarfulltrúar staðið saman vörð um sjálfsákvörðunarrétt Rvk. Í borgarráði í gær bar hinsvegar svo við að fulltrúi XD greiddi atkvæði gegn honum, annar fulltrúi XD sat hjá en @hildurbjoss stóð vörð um hann - einsog XD hefur alltaf gert. Bravó Hildur! pic.twitter.com/Lf6STQIz0o— Gísli Marteinn (@gislimarteinn) April 5, 2019 „Þar eru sjónarmið uppi og fólk vill taka umræðuna upp úr skotgröfunum. Umræða þvert á flokka, skynsamleg og lausnamiðuð. En, þetta er á þinginu en í borgarstjórn eru menn í skotgröfunum. Meirihlutinn er ekki reiðubúinn að hefja sig yfir það og leita lausna sem allir geta sætt sig við.“ Marta sjálf býr í Skerjafirðinum. Steinsnar frá flugvellinum. Hún segir lítið ónæði fylgja honum og slysahætta sé ekki meiri en fylgir allri umferð, hvort um sé að ræða flug eða akstur. Meirihluti íbúa í Skerjafirði er fylgjandi því að flugvöllurinn fari hvergi og þar ráða ýmis sjónarmið, meðal annars þau að umferðaræðar borgarinnar muni aldrei anna umferð sem hlýtur að fylgja byggð sem telur jafn marga og búa í Akureyri. Þetta kom fram, að sögn Mörtu, á íbúafundi sem fram fór í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga.
Alþingi Borgarstjórn Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Sjá meira