Brýnt að bregðast við vanda Landsréttar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 6. apríl 2019 07:15 Benedikt var meðal framsögumanna á málstofu um Landsrétt á Lagadögum í síðustu viku. FBL/ernir Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Landsréttarmálið var ekki til umræðu í ríkisstjórn í vikunni en tæpar fjórar vikur eru síðan Mannréttindadómstóll Evrópu kvað upp dóm þess efnis að það samræmdist ekki ákvæði sáttmálans um réttláta málsmeðferð að dómarar sem ekki voru skipaðir í samræmi við réttar málsmeðferðarreglur dæmi mál. Landsréttur starfar ekki af fullum krafti eftir dóminn og töluverð óvissa ríkir bæði vegna mögulegs málskots til efri deildar MDE og þess hvernig skipan Landsréttar verður á næstu misserum og til frambúðar vegna dómsins. „Ég tel mjög brýnt að brugðist verði við eins fljótt og auðið er því það er augljóst að Landsréttur getur ekki sinnt sínu hlutverki með góðu móti þegar fjórir dómarar af fimmtán eru ekki að störfum,“ segir Benedikt Bogason, stjórnarformaður Dómstólasýslunnar. Benedikt segir að því lengri töf sem verði á því að ákvarðanir verði teknar um viðbrögð við dóminum, því meiri dráttur verði á meðferð mála við Landsrétt. „Það er mjög bagalegt ef þetta tefst lengi, því ef dráttur byrjar að verða á meðferð mála getur sá vandi undið upp á sig á skömmum tíma og orðið erfiður viðureignar,“ segir Benedikt. Þær ákvarðanir sem þarf að taka í kjölfar dómsins eru tvíþættar. Annars vegar þarf að ákveða hvort málinu verði skotið til efri deildar MDE en mjög skiptar skoðanir hafa verið um það meðal stjórnmálamanna, dómara og fræðimanna. Hins vegar þarf ákveða til hvaða ráðstafana verður gripið til að tryggja eðlilega virkni Landsréttar en ákvarðanir þess efnis bíða væntanlega þangað til fyrir liggur hvort leitað verði endurskoðunar dómsins. Verði slíkrar endurskoðunar leitað þarf að tryggja virkni réttarins meðan óvissa ríkir um endanlega niðurstöðu en sú óvissa gæti varað í tvö ár. Verði hins vegar ákveðið að una dómi þarf að ákveða hvernig eigi að bregðast við dóminum og koma í veg fyrir áframhaldandi brot gegn ákvæði sáttmálans. Benedikt segir Dómstólasýsluna hafa bent á einu raunhæfu leiðina úr vanda Landsréttar, í erindi til stjórnvalda strax í sömu viku og dómur MDE var kveðinn upp. Í erindinu er lagt til að dómurum við Landsrétt verði fjölgað um fjóra en til þess þarf lagabreytingu. Aðspurður segist Benedikt ekki hafa fengið viðbrögð frá stjórnvöldum við erindinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Landsréttarmálið Tengdar fréttir Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20 Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45 Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07 Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Segir framgöngu dómsmálaráðherra þungamiðju dóms MDE um gróft brot Björg Thorarensen, prófessor, metur stöðuna og dóm MDE þannig að einungis þeir dómarar sem skipaðir voru þvert á mat hæfisnefndar séu ólögmætt skipaðir. 20. mars 2019 16:20
Dómarar þurfi sjálfir að biðja um leyfi frá störfum á launum Dómarar sem ekki taka þátt í störfum við Landsrétt verða ekki settir í leyfi nema að eigin ósk. Ekki hægt að setja dómara tímabundið við réttinn nema vegna leyfa. Varaforseti dómsins telur hægt að skipa dómarana 15 aftur með lögum. 1. apríl 2019 07:45
Spyr um kostnað við dómaraskipun Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, hefur beint fyrirspurn til dómsmálaráðherra og óskar skriflegs svars um kostnað ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt. 26. mars 2019 06:07