Ofbeldi borgaryfirvalda í Grafarvogi Jón Ragnar Ríkharðsson skrifar 7. apríl 2019 22:15 Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lokun Kelduskóla, Korpu Skoðun Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stjórnlyndir stjórnmálamenn telja sig vita betur en hinn almenni borgari jafnvel þótt ekkert styðji það. Líklega eru fáir kjósendur sem stjórna sínum málum eins illa og meirihlutinn hefur stýrt borginni sl. ár. Jafnvel þótt meirihlutinn að eigin sögn standi sig afskaplega vel þá virðist það ekki almenn skoðun íbúanna. Nú stendur til að loka Kelduskóla Korpu vegna þess að borgaryfirvöld eru sannfærð um að það bæti kennslu og auki félagaval barnanna. Það mætti spyrja borgaryfirvöld hvort þau telji sig vita betur hvað er börnunum fyrir bestu en þau sjálf og foreldrarnir. Komið hefur fram að foreldrarnir eru ekki að óska eftir þessum róttæku breytingum heldur ætlar meirihlutinn í borginn að þvinga þær fram. Sporin hræða og við erum margir foreldrarnir í Grafarvogi sem munum sameiningarnar árið 2012. Við hjónin keyptum íbúð í Dalhúsum vegna nálægðar við Húsaskóla. Börnin okkar þurftu að ganga nokkur skref til að komast í skólann og sluppu við slysahættuna sem felst í að ganga yfir umferðargötur. Við gátum verið örugg um börnin okkar á morgnanna og maður gat fylgst með þeim rölta alla leið í skólann út um eldhúsgluggann. En árið 2012 ákvað meirihlutinn í borginni að synir okkar hjóna skyldu fara í Foldaskóla. Það þýddi að þeir þurftu að labba lengri leið og á leiðinni voru bílar á ferð. Í verstu vetrarveðrum þurfti að skutla þeim í skólann og sækja þegar skóladegi lauk. Sú hagræðing sem sameiningin átti að skila var ekki eins og stefnt var að. Þessi aðgerð borgaryfirvalda gerði lítið annað en flækja lífið hjá foreldrum og börnum. En það stöðvar ekki stjórnlyndið í borginni – dæmisagan um sporðdrekann og froskinn sannast oft þegar horft er til meirihlutans í borginni. Það er lofað samráði við íbúa borgarinnar og farið fram með fögur fyrirheit. En eins og sporðdrekinn getur ekki annað en stungið þá geta vinstri flokkarnir ekki annað en sýnt stjórnlyndið í verki. Og stjórnlyndi birtist þolendum þess sem ofbeldi. Intellecta var fengið til að gera úttekt á sameiningunni árið 2012 og hafði Hallur Símonarson hjá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar umsjón með verkinu. Gefin var út skýrsla um verkefnið árið 2014 og hún gefur borginni ekki góða einkunn í því sem mestu máli skiptir. Í skýrslunni kemur m.a. fram að samráð við hagsmunaaðila hafi verið ágætt í fyrstu en þegar á leið stirðnuðu samskiptin. Stjórnlyndir stjórnmálamenn eru gjarna viljugir til samráðs ef þeir skynja meðbyr. En þeir kunna ekki að meta þá sem eru á öndverðum meiði og það sést glöggt í skýrslunni. Þegar stjórnmálamenn vilja gera róttækar breytingar er nauðsynlegt að þeir vinni að breiðum stuðning um verkefnin. Það var ekki gert árið 2012 og þótti löstur að mati höfunda skýrslunnar. Þegar borgaryfirvöld tala um samráð virðist það vera leið til að leita álita sem þóknast þeirra hugmyndum. Það heitir að sjálfsögðu ekki samráð og íbúar borgarinnar verða að láta sínar raddir heyrast. Við Grafarvogsbúar vitum best hvað er okkar börnum fyrir bestu og við eigum ekki að láta kontórista eða stjórnmálamenn taka ákvarðanir sem varða hagsmuni þeirra. Nú reynir á okkur að standa gegn stjórnlyndinu því við vitum best hvað er okkur fyrir bestu. Borgaryfirvöld síðustu ára hafa sýnt að þau vita alls ekki betur en við. Höfnum fyrirhugaðri lokun Kelduskóla-Korpu vegna þess að hún getur skaðað framtíðina. Við gerum ráð fyrir endurnýjun í hverfinu og líklegt að ungt fólk með börn komi til með að flytja til okkar til að njóta þess að búa í besta hverfi landsins. Það er nefnilega gott að ala upp börn í Grafarvogi og sameina kosti höfuðborgar og landsbyggðar.Höfundur er sjómaður og formaður verkalýðsráðs SjálfstæðisflokksinsJón Ragnar Ríkharðsson
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun