Of snemmt að segja hvort jarðskjálftahrinan sé í rénun Jóhann K. Jóhannsson skrifar 8. apríl 2019 11:26 Jarðskjálftahrina hefur staðið yfir í rúmar tvær vikur í Öxarfirði um sex kílómetra utan við Kópasker Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Jarðskjálfti af stærðinni þrír komma þrír mældist um þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey rétt fyrir klukkan fimm í morgun. Skjálftavirkni við Kópasker hefur dregist saman, en áfram mælast smáskjálftar á upptakasvæðinu. Jarðskjálftahrinan sem hófst við fyrir rúmum tveimur vikum er enn í gangi þó mikið hafi dregið úr henni. Hrinan er í Öxarfirði um sex kílómetra frá Kópaskeri og eru skjálftarnir orðnir um þrjú þúsund frá því hún hófst. Virknin var mest daganna 27. - 29. mars þegar skjálftarnir voru á bilinu fimm til áttahundruð á dag. Jarðskjálftahrinan þar er á þekktu sprungubelti en árið 1976 varð þar öflugur skjálfti sem olli miklum skemmdum. Enn er í gildi óvissustig almannavarna á svæðinu sem Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórann á Norðurlandi eystra lýstu yfir. „Það hefur heldur dregið úr þessu en hún er ekki alveg búin. Það hefur verið mjög rólegt í dag en það mældust yfir fimmtíu skjálftar á þessu svæði í gær, mesta svona milli fimm og sex í gærmorgun og svo aftur frá þrjú til fimm seinnipartinn. En þetta voru flestir bara litlir skjálftar. Það voru nokkrir sem að voru yfir tveimur stigum,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Sigþrúður segir ekki tímabært að segja hvort skjálftahrinan sé í rénun. „Svona hrinur eru svolítið ólíkindatól, þetta gæti tekið sig upp aftur eða bara lognast smám saman út sem er kannski líklegri hlutur,“ segir Sigþrúður.Snarpur skjálfti við Grímsey í morgun Snemma í morgun mældist skjálfti af stærðinni þrír komma þrír, þrettán kílómetra norð-norðaustur af Grímsey. „Það eru alltaf hrinur þarna í kringum Grímsey bara annað slagið það er bara algengt. Það hringdi maður hérna í morgun og lét vita af því að hann hefði fundið þennan skjálfta. Hann býr í Grímsey en hann sagði að þeir væru bara svo vanir skjálftum að hann hefði verið mikið að hugsa hvort hann ætti nokkuð að láta vita,“ segir Sigþrúður.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grímsey Norðurþing Tengdar fréttir Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05 Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30 Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Tveir stórir skjálftar með stuttu millibili við Kópasker Tveir jarðskjálftar í stærri kantinum riðu yfir í Öxarfirði með um hálfrar mínútu millibili. Skjálftarnir fundust vel á Kópaskeri. 27. mars 2019 22:05
Kvöldmaturinn stóð í íbúa Kópaskers í skjálftahrinunni: „Eins og einhver sé að keyra á húsið“ Um 500 skjálftar hafa mælst frá því á laugardag. 27. mars 2019 11:30
Jarðskjálftahrina við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár Sjálftavirkni mælist enn við Kópasker en á milli 5 og 7 í morgun mældust um 35 skjálftar. 6. apríl 2019 10:37