Gistinóttum Airbnb fækkað eftir að reglur voru hertar Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2019 14:41 Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Vísir/Vilhelm Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára. Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Eftir að hafa komið sem stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað á síðustu árum virðist heldur hafa dregið úr áhuga fólks á að leigja fasteignir út í Airbnb. Greint er frá þessu á vef Hagsjár Landsbankans. Þar segir að gistinóttum á hótelum og gistiheimilum hafi fjölgað um 5,1 prósent á síðasta ári. Það er talsvert önnur þróun en varðandi gistinætur í Airbnb þar sem gistinóttum fækkaði um 3,3 prósent á milli ára. Fækkun gistinátta í Airbnb má einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Fækkunin nam 9,4% á höfuðborgarsvæðinu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæðum landsins. Mesta hlutfallslega fjölgunin var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Airbnb kom eins og stormsveipur inn á íslenskan gistimarkað eins og víða annars staðar í heiminum en eftirlit með starfseminni hefur verið eflt á síðustu misserum og tekið fastar á því að sköttum sé skilað af tekjum sem innheimtast af slíkri starfsemi.Eins hafa líka verið sett þrengri skilyrði fyrir slíkri starfsemi og felast þau meðal annars í því að ekki megi leigja út fasteignir til meira en 90 daga á ári eða hafa af þeim meiri tekjur en sem nemur 2 milljónum króna á ári. Sé annað skilyrði brotið er litið svo á að þar sé um atvinnustarfsemi að ræða og gilda aðrar reglur um slíkt. Eins þarf að skrá slík heimili sérstaklega sem heimagististað. Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga til þess að standa í slíkri leigustarfsemi en dregið hefur úr skráningu heimagististaða á síðustu misserum. Á síðasta ári dróst fjöldi heimagististaða á höfuðborgarsvæðinu saman um 11,3% borið saman við 31,5% fjölgun árið Svipaða sögu má segja af Suðurnesjum en þar dróst fjöldinn saman um 9,8% á síðasta ári eftir 24,7% aukningu árið áður. Fjöldi heimagististaða á nokkrum öðrum landsvæðum dróst einnig saman en í heild sinni dróst fjöldi heimagististaða, yfir landið í heild, saman um 4,7% milli ára.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Opus Futura kerfið: Sjálfvirk pörun orðin að veruleika í atvinnuleit og ráðningum Atvinnulíf Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Neytendur Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira