Evrópskir þjóðernissinnar og hægriöfgamenn taka höndum saman Kjartan Kjartansson skrifar 8. apríl 2019 16:21 Frá vinstri: Olli Kotro, fulltrúi Sannra Finna, Jörg Meuthen, varaformaður Valkosts fyrir Þýskaland, Matteo Salvini, varaforsætisráðherra Ítalíu, og Anders Vistisen, fulltrúi Þjóðarflokksins. Vísir/EPA Flokkar hægriþjóðernissinna ætla að mynda bandalag á Evrópuþinginu með það fyrir augum umbreyta Evrópusambandinu innan frá. Þjóðernissinnar frá Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Ítalíu eiga aðild að samstarfinu. Hópurinn ætlar að heyja kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fara fram 23.-26. maí. Matteo Salvini, leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins og varaforsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um stofnun hópsins sem fékk nafnið „Evrópska bandalag fólks og þjóða“ í dag. Þingflokkurinn ætlar sér að leggja áherslu á að tryggja ytri landamæri Evrópusambandsins, draga úr innflutningi fólks og bæta samstarf gegn hryðjuverkjum og „íslamsvæðingu“, að sögn Anders Vistisen, Evrópuþingmanns Þjóðarflokksins. Honum til fulltingis voru fulltrúar danska Þjóðarflokksins, Sannra Finna og Valkosts fyrir Þýskaland. Allt eru það flokkar sem hafa sett þjóðernishyggju og andúð á innflytjendum á oddinn hver í sínu landi. Aðeins þessir fjórir flokkar hafa skráð sig til þátttöku en forsvarsmenn hans segjast vonast til þess að fá tíu flokka í bandalagið. Það verður þó ekki hægt að stofna formlega fyrr en að kosningunum loknum og þá aðeins ef þeir ná 25 þingmönnum kjörnum frá að minnsta kosti sjö ríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Danmörk Evrópusambandið Finnland Ítalía Þýskaland Tengdar fréttir Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Flokkar hægriþjóðernissinna ætla að mynda bandalag á Evrópuþinginu með það fyrir augum umbreyta Evrópusambandinu innan frá. Þjóðernissinnar frá Danmörku, Finnlandi, Þýskalandi og Ítalíu eiga aðild að samstarfinu. Hópurinn ætlar að heyja kosningabaráttu fyrir Evrópuþingskosningarnar sem fara fram 23.-26. maí. Matteo Salvini, leiðtogi hægriöfgaflokksins Bandalagsins og varaforsætisráðherra Ítalíu, tilkynnti um stofnun hópsins sem fékk nafnið „Evrópska bandalag fólks og þjóða“ í dag. Þingflokkurinn ætlar sér að leggja áherslu á að tryggja ytri landamæri Evrópusambandsins, draga úr innflutningi fólks og bæta samstarf gegn hryðjuverkjum og „íslamsvæðingu“, að sögn Anders Vistisen, Evrópuþingmanns Þjóðarflokksins. Honum til fulltingis voru fulltrúar danska Þjóðarflokksins, Sannra Finna og Valkosts fyrir Þýskaland. Allt eru það flokkar sem hafa sett þjóðernishyggju og andúð á innflytjendum á oddinn hver í sínu landi. Aðeins þessir fjórir flokkar hafa skráð sig til þátttöku en forsvarsmenn hans segjast vonast til þess að fá tíu flokka í bandalagið. Það verður þó ekki hægt að stofna formlega fyrr en að kosningunum loknum og þá aðeins ef þeir ná 25 þingmönnum kjörnum frá að minnsta kosti sjö ríkjum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
Danmörk Evrópusambandið Finnland Ítalía Þýskaland Tengdar fréttir Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08 Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Sjá meira
Leyniþjónustan sögð rannsaka þýskan hægriöfgaflokk Áhyggjur er af því að starfsemi Valkosts fyrir Þýskalands (AfD) stríði mögulega gegn þýsku stjórnarskránni. 15. janúar 2019 13:08
Vísbending um tengsl þýsks hægriöfgaþingmanns við Kreml Rússar virðasta hafa talið að þeir gætu haft þá verðandi þingmann hægriöfgaflokksins Valkosts fyrir Þýskaland í vasanum. 5. apríl 2019 14:48