Vorboðinn óljúfi mættur í Vesturbæinn Gígja Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 17:00 Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“ Dýr Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Útköll hjá Meindýravörnum Reykjavíkurborgar hafa verið óvenju mörg í dag í kjölfar umræðu um rottufaraldur í Facebook-hópnum Vesturbærinn. Íbúar vesturbæjarins hafa deilt reynslu sinni af rottum í hverfinu og hefur umræðan vakið óhug meðal íbúa. Hreiðar Þór Örsted íbúi á Meistarvöllum deildi í dag, á Facebook-hópnum Vesturbærinn, myndbandi af rottu sem hann sá fyrir utan heimili sitt. Hreiðar sem hefur búið í vesturbænum í fimm ár segir þetta vera í fyrsta sinn sem hann verður var við rottu í hverfinu.Segir ekkert að óttast Ólafur Ingi Heiðarsson, starfsmaður Meindýravarna Reykjavíkurborgar, segir umræðu sem slíka ýta undir hræðslu hjá fólki en ekkert bendi til þess að rottum fari fjölgandi. Rottugang megi alltaf reka til bilana í lögnum. „Þegar snjóa leysir og frost fer úr jörðu eykst sýnileiki þeirra, en það þarf ekki að þýða að þeim sé að fjölga,“ segir Ólafur. Ólafur segir gott starf unnið hjá borginni við að halda rottugangi niðri. „Á hverju vori ráðum við fjóra starfsmenn til að eitra í brunna í þeim hverfum sem rottur er að finna og er þessu haldið niðri, svo gott sem fullkomlega,“ segir Ólafur. Hann segist hafa fengið óvenju mörg útköll í dag í kjölfar umræðunnar á Facebook-hópnum. Þá hafi fjórir hringt til að spyrjast fyrir um stöðu mála en Ólafur segir fólk róast þegar hann útskýrir fyrir þeim að ekkert sé að óttast. Ólafur ráðleggur skelkuðum íbúum að „láta ekki tilfinningar stjórna ferðinni, heldur hringja í Meindýravarnir Reykjavíkurborgar. Þar geta íbúar gengið að góðri þjónustu og fljótum lausnum, sér að kostnaðarlausu.“
Dýr Reykjavík Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira