Mueller-skýrslan væntanleg innan viku Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2019 15:07 Barr var spurður út í Mueller-skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagðist í dag eiga von á að hann birti skýrslu Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans, um meint samráð framboðs Donalds Trump forseta við Rússa innan viku. Hann skýri jafnframt hvers vegna sumir hlutar skýrslunnar hafi verið ritskoðaðir. Ráðherrann hefur farið yfir skýrslu Mueller síðustu vikur með það fyrir augum að ritskoða hluta hennar sem hann telur sér ekki heimilt að birta opinberlega. Demókratar á Bandaríkjaþingi hafa krafist þess að fá skýrsluna óritskoðaða í hendur og öll gögn sem hún byggir á að auki. Barr var spurður út í skýrsluna þegar hann kom fyrir fjárlaganefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings í dag en það var í fyrsta skipti sem hann hefur setið fyrir svörum frá því að Mueller skilaði skýrslu sinni í síðasta mánuði, að sögn Washington Post. Sagði hann að upphaflega áætlun hans um að afhenda þinginu skýrsluna um miðjan apríl stæði. „Þetta ferli hefur gengið mjög vel fyrir sig og upphafleg tímaáætlun mín um að geta birt þetta um miðjan apríl stendur og ég tel, frá mínum sjónarhóli, innan vika, verði ég í aðstöðu til að birta skýrsluna almenningi,“ sagði Barr. Fram að þessu er það eina sem vitað er um skýrslu Mueller fjögurra blaðsíðna bréf Barr til þingsins þar sem hann dró saman niðurstöðurnar. Barr sagði að Mueller hefði ekki sýnt fram á að framboð Trump hafi lagt á ráðin með Rússum um að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Mueller hafi ekki mælt með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang réttvísinnar en hann hafi heldur ekki getað hreinsað forsetann af sök. Barr tilkynnti á sama tíma að hann hefði ákveðið að ekki væri ástæða til að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar. Trump skipaði Barr í embættið eftir að hann rak Jeff Sessions, fyrsta dómsmálaráðherra sinn, eftir þingkosningarnar í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47 Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06 Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37 Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Fleiri fréttir Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjá meira
Samþykktu stefnur til að fá skýrslu Mueller afhenta Demókratar samþykktu stefnur sem er ætlað að neyða dómsmálaráðherrann til að fá þinginu Mueller-skýrsluna óritskoðaða og öll gögn sem hún byggir á. 3. apríl 2019 14:47
Lok Rússarannsóknarinnar hafa lítil áhrif á vinsældir Trump Ef marka má þær kannanir sem gerðar hafa verið eftir að tilkynnt var um lok rannsóknarinnar hefur nær engin breyting orðið á ánægju Bandaríkjamanna með störf forsetans. 2. apríl 2019 13:06
Mueller-skýrslan væntanleg fyrir augu almennings Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna áætlar að skýrsla Robert Mueller um Rússarannsóknina svokölluðu verði gerð opinber um miðjan apríl. 29. mars 2019 23:37
Skýrsla Mueller gæti verið skaðlegri Trump en komið hefur fram Einhverjir þeirra sem unnu að Mueller-skýrslunni eru sagðir furða sig á því hvernig dómsmálaráðherrann hefur sagt frá niðurstöðum hennar. 4. apríl 2019 08:21