Slökktu í logandi bíl með bílaeldvarnarteppi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. apríl 2019 20:00 Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu Bílar Slökkvilið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira
Það tók ekki langan tíma að slökkva eld í logandi bíl á bökkum Ölfusár á Selfossi í dag þegar bílaeldvarnarteppi var notað til verksins. Þetta er aðferð sem reynist mjög vel og slökkviliðsmenn eru ánægðir með. Toyota bifreið, hvít og falleg stóð ein og yfirgefin upp úr hádeginu í dag við Ölfusá fyrir neðan Hótel Selfoss. Ástandið breyttist þó fljótt, slökkviliðsmenn mættu á svæðið og kveiktu í bílnum. Þeir leyfðu að loga vel í smástund en komu svo með sérstakt bílaeldvarnarteppi og kæfðu eldinn. Um sýnikennslu var að ræða fyrir þátttakendur á námskeiði Brunavarna Árnessýslu og Mannvirkjastofnunar um hættur þegar bílar brenna, ekki síst rafmagnsbílar eins og við sögðum frá í fréttum um helgina. Í þeirri frétt kom m.a. fram að slökkviliðsmenn standa frammi fyrir nýjum áskorunum þegar eldur kemur upp í bílum sem knúnir eru annarri orku en bensíni og olíu „Það getur orðið gríðarleg orka ef það byrjar að brenna í rafhlöðunum á rafmagnsbíl og þá þarf svo ofsalegt magn af vatni og það er skaðlegt fyrir umhverfið“, segir Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu. Það tók slökkviliðsmennina örstutta stund að kæfa eldinn undir teppinu og hindra þannig að súrefni kæmist að eldinum. Haukur Grønli, varaslökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu með bílinn í baksýn, sem kveikt var í.En á þessi aðferð eingöngu um rafmagnsbíla og er þetta aðferð, sem við notum á Íslandi eða erum við að fara að taka þetta upp ? „Nei, það er alveg hægt að nota þetta líka við venjulega bíla. Við erum að taka þetta upp núna og erum að skoða þessar aðferðir. Við erum að byrja að kynna okkur þetta með rafmagnsvæðinguna og aðra eldsneytisgjafa“, segir Haukur enn fremur.Bílinn logaði vel en það tók örstutta stund að slökkva eldinn með bílaeldvarnarteppinu
Bílar Slökkvilið Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Fleiri fréttir Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Sjá meira