Þingmenn þrátta um innihald í opnum orkupakka Heimir Már Pétursson skrifar 9. apríl 2019 20:32 Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrstu umræður um mál sem tengjast þriðja orkupakkann standi að minnsta kosti alla þessa viku á Alþingi. Andstæðingar málsins eru sakaðir um að fara með rangt mál og sá tortryggni. Þingmenn eiga eftir að ræða tvö frumvörp og tvær þingsályktanir frá ríkisstjórninni vegna þriðja orkupakkans og hafa frá því um miðjan dag í gær ekki náð að klára fyrri umræðu í annarri þingsályktuninni. Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins er einn andstæðinga málsins sem vara við framsali þjóðarinnar á sjálfsákvörðunarrétti og efast um að orkupakkinn standist stjórnarskrá. „Og það er alveg kristaltært ef fyrirtæki eins og til dæmis þýski raforkurisinn Eon hefur tæknilegan undirbúning að rafstreng frá Ísland þá dugir það ekkert fyrir okkur að mótmæla því,” sagði Birgir. Reyndar eru fyrirvarar í frumvörpunum um að sæstrengur verði aldrei lagður, hvorki af innlendum né erlendum aðilum, nema Alþingi taki um það ákvörðun með lögum og hefur Evrópusambandið tekið undir þann skilning í viðræðum við utanríkisráðherra. „Málið verður á valdsviði Evrópusambandsins og það er hugsanlegt að þetta stangist á við EES samninginn um magntakmarkanir á inn og útflutningi,” sagði Birgir. Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði Birgi ekki hafa neitt fyrir sér í málflutningi sínum. „Þetta eru bara einhverjar áhyggjur. Ég get alveg eins haft áhyggjur af því að sólardögum fækkaði ef við innleiddum þennan orkupakka. Ég hef ekkert fyrir mér í því. Þarna er bara verið að sá endalaust tortryggni. Velta upp einhverjum hlutum. Það er ekkert í þessu sem sviftir okkur forræði yfir orkulindunum. Skyldar okkur ekkert til að fara inn í þennan orkumarkað. Fjöldi þingmanna hefur tekið til máls um orkupakkann sem flestir þingmenn allra flokka nema Miðflokksins og Flokks fólksins styðja. Með sama áframhaldi er afar ólíklegt að fyrstu umræðum um málin fjögur ljúki í þessari viku en þingfundur mun standa fram á kvöld.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38 Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00 Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53 Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15 Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Smári sakar Þorstein um að fara vísvitandi með rangt mál Þingmaður Pírata segir Þorstein Sæmundsson ljúga til að ala á ótta. 8. apríl 2019 15:38
Segir frjálslega farið með staðreyndir í umræðu um orkupakkann Fjögur þingmál sem tengjast innleiðingu þriðja orkupakkans eru á dagskrá Alþingis í dag og ljóst að þingmenn ætla sér langan tíma til að ræða þau. 9. apríl 2019 12:00
Þorsteinn hellir sér yfir Miðflokksmenn Þingmaðurinn segir óþolandi að sitja undir ásökunum um að hann sitji á svikráðum við þjóð sína. 9. apríl 2019 15:53
Segir umræðuna of sjálfhverfa Gagnsemi þriðja orkupakkans snýst ekki bara um hagsmuni Íslendinga segir þingmaður. Sæstrengur verður ekki lagður héðan nema með heimild Alþingis. Deilt um fullveldi og auðlindir á Alþingi í gær. 9. apríl 2019 06:15
Öll einkenni þjóðernispopúlisma til staðar í umræðu um þriðja orkupakkann Það er auðvelt að grípa til þjóðernispopúlískra aðferða í umræðunni um þriðja orkupakkann vegna þess hvernig málið er vaxið en það er tiltölulega flókið og erlendir aðilar eiga hlut að máli. Þetta er mat Eiríks Bergmanns, prófessor í stjórnmálafræði, sem hefur í sínum rannsóknum á síðustu árum sérhæft sig í popúlisma. 9. apríl 2019 12:19