Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 08:48 Jody Wilson-Raybould þegar hún bar vitni fyrir þingnefnd í lok febrúar. Vísir/Getty Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49