Leynileg upptaka þrengir enn stöðu Trudeau Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 08:48 Jody Wilson-Raybould þegar hún bar vitni fyrir þingnefnd í lok febrúar. Vísir/Getty Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði. Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Fyrrverandi dómsmálaráðherra Kanada hefur birt upptöku af tilraunum ráðgjafa Justins Trudeau, forsætisráðherra, þrýsta á hann um að forða stórfyrirtæki frá saksókn. Málið hefur reynst Trudeau erfiður ljár í þúfu að undanförnu og veikt stöðu hans fyrir þingkosningar sem verða haldnar síðar á þessu ári. Trudeau og nánustu ráðgjafar hans eru sakaðir um að hafa beitt Jody Wilson-Raybould, þáverandi dómsmálaráðherra, óeðlilegum þrýstingi til þess að forða SNC-Lavalin, einu stærsta byggingar- og verkfræðisfyrirtæki heims, frá saksókn vegna mútugreiðslna í Líbíu. Trudeau hefur hafnað öllum ásökunum um óeðlileg afskipti hans eða ráðgjafa hans. Hann og embættismenn hafa lýst áhyggjum af því að þúsundir starfa gætu tapast ef fyrirtækið yrði sakfellt vegna spillingar. Wilson-Raybould sagði af sér í febrúar en breska ríkisútvarpið BBC segir að hún hafi látið þingnefnd í té ný gögn um málið, þar á meðal upptöku sem hún gerði af símtali hennar og Michael Wernick, nánum ráðgjafa Trudeau. Upptakan var gerð opinber í gær. Á upptökunni heyrist Wernick, sem sagði af sér í þessum mánuði, ítrekað vekja máls á því að Trudeau hafi áhuga á að SNC-Lavalin komist hjá saksókn og að sátt yrði gerð við fyrirtækið. Wilson-Raybould segist hafa tekið upp símtalið vegna þess að að henni hafi fundist það óeðlilegt og að hún hafi viljað eiga nákvæma lýsingu á efni þess. Heyrist Wilson-Raybould meðal annars segja Wernick að henni finnist samtalið óviðeigandi og að héldi hann áfram að ræða við hana á þeim nótum gengi það á sjálfstæði hennar sem æðsti saksóknari landsins. Dómsmálaráðherrann fyrrverandi lagði upptökuna fram eftir að Frjálslyndi flokkur Trudeau ákvað að hætta rannsókn þingnefndar á málinu með þeim rökum að markmiðum hennar hefði verið náð fyrr í þessum mánuði.
Kanada Tengdar fréttir Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35 Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36 Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Ráðherra segir af sér vegna meintra afskipta Trudeau af rannsókn Forsætisráðherra Kanada er í kröppum dansi vegna ásakana um að hann og ráðgjafar hans hafi beitt fyrrverandi dómsmálaráðherra þrýstingi í þágu stórfyrirtækis. 5. mars 2019 07:35
Flokkur Trudeau sakaður um að misnota vald sitt Þingnefnd sem rannsakaði ásakanir um pólitísk afskipti af rannsókn á stórfyrirtæki ákvað að fella niður athugun sína. 19. mars 2019 20:36
Trudeau viðurkennir mistök en neitar afskiptum Forsætisráðherra Kanada liggur undir gagnrýni vegna meintra afskipta af rannsókn á einu stærsta byggingar- og verkfræðifyrirtæki heims. 7. mars 2019 14:49