Segir mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsóknarferli stendur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 12:54 Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun segir vel mögulegt fyrir hælisleitendur að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd er í ferli. Hælisleitendur hafa undanfarið staðið fyrir mótmælum þar sem ein krafan er rétturinn til að vinna á þessum tíma. Kröfur mótmælenda eru fimm: Ekki fleiri brottvísanir, efnismeðferð fyrir alla, jafn aðgangur að heilbrigðiskerfi, lokun búsetuúrræðis Útlendingastofnunar á Ásbrú og rétturinn til þess að vinna á meðan umsókn um alþjóðlega vernd stendur. Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir ekki rétt að umsækjendur um alþjóðlega vernd megi ekki vinna á meðan umsókn þeirra er til meðferðar. „Samkvæmt lögum um útlendinga geta einstaklingar sem bíða eftir niðurstöðum í sínu máli fengið svokallað bráðabirgða dvalar- og atvinnuleyfi að tilteknum skilyrðum uppfylltum“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun. Skilyrðin eru meðal annars að mál umsækjanda sé ekki í Dyflinnarmeðferð. Þá er gerð krafa um að viðkomandi hafi lagt fram skilríki til að staðfesta auðkenni á sér. „Eftir níutíu daga er hægt að víkja frá þeim skilyrðum og þá getur viðkomandi fengið dvalar- og atvinnuleyfi.“ Samkvæmt upplýsingum frá Útlendingastofnun sóttu 62 hælisleitendur um bráðabirgða atvinnuleyfi í fyrra þegar umsóknir um alþjóðlega vernd voru 800. 28 leyfi voru gefin út og sjö manns var synjað. Þá hafa sautján manns hafa sótt um slíkt leyfi í ár af rúmlega 220 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd. Útlendingastofnun hefur gefið út átta leyfi í ár og synjað einum umsækjanda. Á þessum tölum má sjá að talsverður fjöldi umsókna endar hvorki með því að leyfið er veitt né með synjun. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni er hætt við þær umsóknir eða þær lagðar uppi. „Allir þeir sem leita til okkar fá upplýsingar um þessa mögulega og eins ættu talsmenn þeirra hjá Rauða krossinum að þekkja til þeirra. En vissulega geta verið erfiðleikar fyrir þennan hóp að finna atvinnu. Það getur falist í því hvort menn séu komnir með kennitölu sem oft stendur í atvinnurekendum,“ segir Þorsteinn og bætir við að þeir sem fái útgefið bráðabirgðar atvinnuleyfi þurfi að verða sér úti um húsnæði. „Þá fellur niður framfærsla á vegum útlendingastofnunar. Þannig að þetta getur verið ýmsum erfiðleikum háð en þetta er vissulega vel mögulegt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun
Hælisleitendur Stjórnsýsla Vinnumarkaður Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira