Nú sé kominn tími til að ræða staðreyndir Klausturmálsins Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. mars 2019 20:00 Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð. Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir að eftir að hafa fengið aðgang að upptöku af Klausturbar blasi við að upptakan hafi verið vel skipulögð aðgerð og að fleiri en Bára Halldórsdóttir hafi komið að henni. Búið sé að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla á barnum, nú sé komin tími til að ræða staðreyndir málsins. Þingmenn Miðflokksins kvörtuðu til Persónuverndar eftir að upptöku af samtali þeirra á Klausturbar í nóvember síðastliðnum var lekið til fjölmiðla. Í grein sem formaður Miðflokksins ritar á vef Fréttablaðsins í dag segir að nú hafi hann fengið aðgang að gögnum sem kallað hafði verið eftir, meðal annars upptökum úr öryggismyndavélum og þar sé ýmislegt sem varpi nýju ljósi á málið. Niðurstaðan sé sú að ein mesta persónulega aðför sem gerð hafi verið opinberlega að stjórnmálamönnum og öðru saklausu fólki í seinni tíð hafi verið skipulögð aðgerð. „Það blasir við að öll sagan af atburðarrásinni er ósönn. Það blasir líka við að þetta hefur verið undirbúið fyrirfram og tekið upp með allt öðrum hætti en gefið hefur verið til kynna. Það sést með því að fylgjast með atburðarrásinni, hvernig viðkomandi mætir á staðinn og fer strax beint til verka. Allt ólíkt því en sem haldið hafði verið fram um að þetta hafi gerst á tilviljunarkenndan hátt,“ segir Sigmundur Davíð og bætir við að það væri of langt mál að rekja allar rangfærslurnar. „Allt sem haldið var fram hvernig þetta hefði atvikaðist var rangt og augljóst að fleiri hefðu komið að þessu,“ segir Sigmundur Davíð. Í samtali við fréttastofu segir forstjóri Persónuverndar að málið sé í vinnslu hjá stofnuninni. Miðflokksmenn hafi ekki sjálfir horft á upptökurnar heldur hafi lögmaður þeirra fengið að horfa á þær undir eftirliti lögfræðinga stofnunarinnar. Bára Halldórsdóttir, hefur hins vegar sjálf horft á upptökurnar en hún fór með lögmanni sínum til Persónuverndar. Hún segir Miðflokksmenn reyna að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum. Það sé ekkert í upptökunni sem bendi til þess að hún hafi mætt til þess eins að taka þingmennina upp.En er kjarni málsins ekki þau ljótu orð sem þið létuð falla? „Það er búið að verja fjórum mánuðum í að ræða orðin sem látin voru falla. Nú er komin tími til að ræða staðreynir málsins,“ segir Sigmundur Davíð.
Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02 Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Segir skiljanlegt að Miðflokksmenn reyni að beina athyglinni að öðru en ummælum sínum Bára Halldórsdóttir segir fullyrðingar Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, um innihald upptaka úr öryggismyndavélum á Klausturbar vera rangar. 30. mars 2019 11:02
Hafa tæpa viku til til að bregðast við áliti siðanefndar Ráðgefandi álit siðanefndar Alþingis um hvort umræður og athæfi þingmannanna sex sem sátu og ræddu saman á barnum Klaustri þann 20. nóvember falli undir siðareglur Alþingis hefur verið birt aftur á vef Alþingis. Þingmennirnir fá frest til 2. apríls til þess að bregðast við álitinu. 27. mars 2019 20:25