Hótar enn á ný að loka á fjármagn til Mið-Ameríkuríkja Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 30. mars 2019 21:25 Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst loka á fjárúthlutanir til þriggja Mið-Ameríkuríkja vegna fjölda flóttafólks. Getty/Chip Somodevilla Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna. Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Í tilkynningu sem barst frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í dag kemur fram að fjármagn, sem Bandaríkin hafa lagt til aðstoðar Mið-Ameríkuríkjanna El Salvador, Guatemala og Hondúras verði dregið til baka. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var harðorður gagnvart ríkjunum þremur á föstudag, þar sem hann gagnrýndi þau fyrir að senda flóttafólk og hælisleitendur til Bandaríkjanna. Þó kemur fram í tilkynningunni að ákvörðunin yrði lögð fyrir þingið, enda þarf ákvörðunin um að ljúka fjárúthlutuninni þurfi að fá stuðning og samþykki löggjafarvaldsins. Bob Menendez, öldungadeildarþingmaður Demókrata fyrir New Jersey fylki og nefndarmeðlimur í Alþjóðasamskiptanefnd þingsins, segir fyrirskipun Trumps „Gáleysislega yfirlýsingu“ og hvatti Demókrata sem og Repúblikana að hafna fyrirskipuninni. Hann sagði í tilkynningu sinni að fjárhagsleg aðstoð Bandaríkjanna til þessara landa sé ekki góðgerðarstarfsemi heldur sé það góð leið til að auka öryggi Bandarískra ríkisborgara. Trump sagði á föstudag að þessi þrjú lönd hafi komið upp flóttamannahópum og sent til Bandaríkjanna en fjöldi hælisleitenda í Bandaríkjunum frá þessum þremur löndum hefur aukist mikið á síðustu misserum. „Við vorum að gefa þeim 500 milljónir dollara. Við vorum að borga þeim gríðarlega háar upphæðir og við gerum það ekki lengur vegna þess að þau hafa ekki gert neitt fyrir okkur,“ sagði Trump á föstudag. Auk þessara hótanna fleygði Trump því fram að hann myndi láta loka landamærum Bandaríkjanna við Mexíkó í komandi viku ef Mexíkó gerði ekkert til að stöðva þann mikla straum flóttafólks sem sækir til Bandaríkjanna, en það myndi stöðva innkomu milljóna löglegra innflytjenda inn í landið og valda miklum skaða fjárhagslegum skaða fyrir viðskipti milli landanna.
Bandaríkin Donald Trump Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44 Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31 Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Fleiri fréttir Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Sjá meira
Þingið fellir líklega neyðarástand Trump úr gildi Bandaríkjaþing mun að líkindum fella úr gildi neyðarástand sem Donald Trump forseti lýsti yfir á landamærunum að Mexíkó í dag. 14. mars 2019 13:44
Trump hótar að loka landamærunum Komi Mexíkó ekki í veg fyrir það að ólöglegir innflytjendur fari yfir landamærin og til Bandaríkjanna tafarlaust munu Bandaríkin loka landamærunum, segir Bandaríkjaforseti, Donald Trump. 29. mars 2019 21:31
Flóttafólki haldið undir brú Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu. 30. mars 2019 18:04