Talsvert um afbókanir á Airbnb vegna gjaldþrots WOW air Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2019 12:38 Margar Airbnb-íbúðir eru í Reykjavík. Áhrifa falls Wow air hefur gætt á þeim markaði síðustu daga. Vísir/vilhelm Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi. Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Formaður félags fólk með íbúðir í skammtímaleigu segir talsvert hafa verið um afbókanir á Airbnb síðustu daga vegna gjaldþrots WOW air og hefur Airbnb gripið inn í og endurgreitt ferðamönnum sem áttu bókað síðustu daga. Hann telur að gjaldþrotið muni þó ekki hafa áfhrif til lengri tíma þar sem flestir leigusalar séu með slíka skilmála að ekki fáist endurgreitt ef hætt er við bókun innan við sextíu daga. Um 6.000 gistieiningar eru nú til leigu á Airbnb á Íslandi. Sölvi Melax, formaður félags fólks með íbúðir í skammtímaleigu, segir gjaldþrot WOW air hafa haft mikil áhrif á markaðinn. „Þetta hefur allavega mjög mikil áhrif til skamms tíma og yfir helgina núna. Airbnb hefur verið að grípa inn í og endurgreiða bókanir þegar ferðamenn hafa ekki geta fundið sér nýtt flug á svona einhverjum venjulegum kjörum,“ segir Sölvi. Eitthvað sé um afbókanir til lengri tíma en klárlega séu áhrifin mest nú næstu daga.Sölvi Melax.„Þannig að þeir sem bóka í sumar hafa gífurlega langan tíma til að finna sér aðra leið til að koma til Íslands og það er þá þeirra ákvörðun hvort þeir afbóka eða ekki og hvernig þeirra skilmálar eru en til skamms tíma þá er kannski bara ekki hægt að finna sér flug til Íslands því allt í einu minnkaði framboðið til Íslands um þrjátíu present,“ segir Sölvi. Þá velti það á þeim skilmálum sem leigusalinn hefur valið, hvort hann fái greitt. „Algengustu skilmálarnir eru þeir að þegar það er afbókað meira en sextíu daga fram í tímann þá færðu fimmtíu prósent borgað út. Síðan ef það er innan við sextíu daga þá fær leigusalinn allt, hvort sem leigjandinn kemur eða ekki,“ segir Sölvi og bætir við að þó að beina tjónið sé kannski ekki mikið til lengri tíma þá sé gjaldþrotið ákveðin skellur. „Auðvitað, ef ferðamönnum fækkar þá eru færri að leita sér að gistingu og þar af leiðandi munu íbúðirnar bókast minna,“ segir Sölvi.
Airbnb Ferðamennska á Íslandi WOW Air Tengdar fréttir Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00 Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15 Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30 Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Sjá meira
Hóteleigandi merkir nú tugi afbókana á hverjum degi Formaður félags fyrirtækja í hótelþjónustu segir hótelin merkja afbókanir í talsverðum mæli eftir gjaldþrot WOW air. Tugir afbókana komi nú inn á hverjum degi. Þá sé sérstaklega erfitt að þetta komi upp á sama tíma og verkföll séu að bresta á að öllu óbreyttu. 30. mars 2019 19:00
Segir orðspor Íslands ekki hafa skaðast við fall WOW AIR Forstöðumaður hjá Íslandsstofu segir að orðspor Íslands hafi ekki skaðast vegna falls WOW AIR og umræðan tengd flugfélaginu hafi byggst á staðreyndum. Íslandsstofa fylgist vel með allri umræðu um landið erlendis og grípur þegar inní ef hún verður villandi. Farið verður af stað með nýtt markaðsátak ef þörf er á. 31. mars 2019 12:15
Bílaleiga hefur dregist saman um fimmtung hjá AVIS Framkvæmdastjóri hjá Avis bílaleigu segir að fall WOW AIR hafi haft í för með sér um tuttugu prósent samdrátt hjá fyrirtækinu síðustu daga. Hann telur að höggið sé mun meira hjá minni fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem geti þýtt tímabærar sameiningar á næstu mánuðum og misserum. 31. mars 2019 12:30