Seldu fyrir 5,3 milljarða á fyrstu tíu vikum ársins Kristinn Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2019 07:15 Heimavellir hyggjast nýta söluandvirðið til þess að greiða upp óhagkvæm lán. Fréttablaðið/Stefán Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Sala Heimavalla á eignum hefur gengið betur og hraðar fyrir sig á undanförnum mánuðum en forsvarsmenn íbúðaleigufélagsins gerðu ráð fyrir. Félagið samþykkti þannig ýmist kauptilboð í eða seldi samanlagt 168 íbúðir fyrir tæplega 5,3 milljarða króna á fyrstu tíu vikum ársins. Þetta var á meðal þess sem fram kom í máli Erlends Magnússonar, stjórnarformanns Heimavalla, á aðalfundi leigufélagsins sem fór fram síðasta fimmtudag. Félagið samþykkti þannig á fyrstu tíu vikum ársins að selja íbúðir sem nema um níu prósentum af eignasafni þess en félagið átti 1.892 íbúðir í lok síðasta árs. Í skýrslu stjórnar Heimavalla, sem Erlendur flutti á aðalfundinum, kom fram að í lok þessa árs væri áætlað að fjöldi íbúða yrði um 1.600 og að þeim myndi fækka enn frekar á næsta ári, þrátt fyrir að félagið áformaði að taka við nýjum íbúðum á Hlíðarenda á sama tíma. Til samanburðar sagðist félagið í nóvember síðastliðnum reikna með því að 1.645 íbúðir yrðu í eignasafninu í lok árs 2020. Er nú gert ráð fyrir því að heildarfjárbinding leigufélagsins verði að minnsta kosti 20 prósentum lægri í lok árs 2020 í samanburði við bindinguna í lok síðasta árs. Forsvarsmenn Heimavalla hafa sagt að söluandvirði eigna verði nýtt til þess að meðal annars hraða uppgreiðslu óhagstæðra lána og skuldabréfa félagsins og minnka fjárbindingu hluthafa með endurkaupum á hlutafé. Þá binda þeir vonir við að breytt samsetning eignasafnsins muni bæta arðsemi fjárfestingareigna félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira