Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 08:32 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans. Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans.
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54