Gunnar þurfti sárlega á sigri að halda til að halda áfram ferðalagi sínu á toppinn en Englendingurinn vann með klofinni dómaraákvörðun með minnsta mun og þarf Gunnar því að taka eitt skref afturábak á sínum ferli.
Edwards gerði frábærlega í að halda Gunna frá því að taka sig niður í gólfið þar sem enginn er betri en íslenski bardagakappinn. Edwards var búinn að lesa Gunnar algjörlega og gaf honum svakalegt olnbogahögg í andlitið.
Hér að neðan má sjá stuttan bút úr þættinum Open Mat með fyrrverandi bardagakappanum Dan Hardy en sérstakur gestur fyrsta þáttar var einmitt John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson.